HVAÐ HEFUR BREYST ÖGMUNDUR

Ef maður ætti að nefna 3 boðorð Ögmundar Jónassonar út frá pólitísku lífi hans væri eitt þessara boðorða; Þú skalt ekki einkavæða. Nú stendur til að bjóða út ræstinguna í LSH Fossvogi. Einnig stendur til að einkavæða eldhús LSH. Þar sem þetta er þinn málaflokkur og á þína ábyrgð getur þú þá upplýst hvað hafi breyst.
Villi

Það hefur ekkert breyst. Talsvert er um liðið síðan ræstingin var boðin út á LSH. Það er rétt að stjórnendur LSH hafa áform um útboð á starfsemi eldhússins fyrir starfsfólk. Ég hef rætt þetta við stjórnendur LSH og er þeim kunn afstaða mín. Égt get fullvissað þig um að þegar á heildina er litið reyni ég að beina heilbrigðiskerfinu út úr farvegi einkavæðingar og inn í samfélagslegan farveg. Ég er sannfærður um að aðkoma mín að heilbrigðisráðuneytinu hefur haft áhrif hvað þetta varðar og á eftir að hafa enn meiri þegar fram líða stundir - það er ef ég verð áfram í þessu ráðuneyti.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf