Fara í efni

EINSTAKLINGS-HYGGJU SPRENGJUMAÐUR?

Allar vinstri stjórnir hafa sprengt sig upp sjálfar. Of margir einstaklingshyggjuenn eru innan hreyfingarinnar til þess að hún geti unnið saman sem heild. Þetta er spurning um hver verður það í þetta skiptið sem gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og fellir félagshyggjustjórnina sem fólkið í landinu bindur svo miklar vonir við. Það virðist vera þú í þetta skiptið. Þú Bjartur á Grímshaganum. Þetta er eins og að vera aðdáandi að lélegu knattspyrnuliði. Alltaf fer maður á völlinn til að fylgjast með sínu liði og heldur að nú sé komið að því að liðið standi sig en allt kemur fyrir ekki og maður fer jafn niðurbrotinn heim og venjulega. Þrátt fyrir mikið langlundargeð þá held ég að ég gefist upp núna.
Natan

Þakka bréfið Natan. Kannski var líklegra fyrir rúmri viku þegar þú sendir mér bréfið að stjórnin kynni að fara frá vegna Icesave en það er nú. Aldrei hefur mér fundist að þessi stjórn ætti að standa og falla með Icesave en þú virðist hins vegar tilbúinn að eigna mér ábyrgðina af falli hennar þegar ég leyfi mér að vilja staldra við í þessu afdrifarika milliríkjamáli.
Kv.
Ögmundur