AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2009
Ég prísa mig sæla að vita af Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn. Ég vil ekki sjá
Evrópusambandsaðild en er örlítið rórra að vita af okkar góða
ráðherra í stafni. Þökk til þín Jón Bjarnason. Vísum ruglinu úr
Ingibjörgu Sólrúnu og ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég tek fullkomlega undir með Hafsteini í lesendabréfi þar sem
hann lýsir vanþóknun á árásum Igibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
fyrrverandi formanns Samfylkingarinar, á Jón Bjarnason,
sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Er Samfylkingin virkilega svo
hundflöt fyrir Brusselvaldinu að hún...
Jóel A.
Lesa meira
Árið, sem Karl 5. keisari boðaði til ríkisþings í Worms til að
jafna um Lúter, flutti danski kóngurinn inn fólk úr Niðurlöndum til
að rækta grænmeti fyrir spúsu sína. Voru nýbúarnir settir niður á
eyju sem nefnd var Amager. Eyjan var lengi vel fyrsti viðkomustaður
Íslendinga, sem voru að fara til útlanda, og þar lentu fimm til sjö
flugvélar frá Íslandi dag hvern, dagana fyrir hrun. Vinur minn sem
situr í embættismannakerfinu í Dragör á Amager hafði samband við
mig, þegar fréttir bárust af því að Íslendingar hefðu samþykkt að
sækja um aðild að EU. Hann spurði mig hvort vitleysan á Íslandi
ætlaði engan endi að taka, hvort Íslendingar áttuðu sig ekki á að
þeir væru rúmlega ...
Ólína
Lesa meira
Nú er ég búinn að lesa greinargerð þína um hvernig þú greiddir
atkvæði á þingi um aðildarumsókn að EB og er satt að segja litlu
nær. Mér datt í hug hvort ljóðið "Bann" eftir Þorstein frá Hamri
gæti verið innlegg í málið (úr ljóðabókinni Fiðrið úr sæng
Daladrottningar):
Nauðugir erum vér boðorði bundnir; og sakir þess neitum vér oss um
ótal margt nánast allt: um síðir sveimar hér um garða skari
meinlætamanna. Öll virðast þau meinlæti raunar auðveld og fánýt
utan hið fyrsta: megnuðum vér að brjóta það yrði fyrst ómaksins
vert að halda öll hin.
Jón Torfason
Lesa meira
...Og hún fékk að mala, mest til að upphefja sjálfa sig, en líka
að niðurlægja aðra. Ekki félaga sína sem fóru land úr landi til að
skapa forsendur fyrir því að íslenskir bankamenn gætu platað
útlenda sparifjáreigendur til að leggja fé inn á íslenska
reikninga, nei hún lagði sig fram um að niðurlægja Jón Bjarnason,
ráðherra, og draga í efa væntanlegar embættisfærslur hans vegna
skoðana hans á Evrópusambandinu. Getur þessi kona ekki hætt
afskiptum af stjórnmálum, eða pólitískum viðskiptamálum? Mér hefur
stundum fundist hryggilegt að sjá hönnuði útrásarinnar, þá sem
lögðu grunn að regluverkinu sem búið er að koma landinu á hausinn,
tjá sig og setja fram meiningar um endurreisnina og gildir þá einu
hvort þetta eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Egilsson,
Þór Sigfússon, eða ...
Hafsteinn
Lesa meira
Ef svo illa fer að lítið komi uppí eignir Landsbankans og ef það
reynist rétt, að tryggingasjóður hafi ekki forgangsrétt í eignir
bankans, gæti farið svo að kröfur sem féllu á ríkið næðu 1000
milljörðum króna. Það hljómar dálítið geggjað að heyra
stjórnmálamenn segjast ætla að taka "pólitíska ábyrgð" á því.
Hvernig mun það birtast okkur?
Ef VG ákveður að samþykkja samninginn til að tryggja
ríkisstjórninni líf, þá gæti það orðið dýr ákvörðun fyrir
Ísland.
Samfylkinguna þarf ekki að fara mörgum orðum um, þau hafa ekki
...
Hreinn K
Lesa meira
Ég dáist að þeim VG mönnum sem höfðu hugrekki til að samþykkja
umsókn að ESB. Ég kaus vinstri græna og það féll alveg að skoðunum
mínum að það væri þjóðin sem fengi að kjósa. Við erum mörg sem
teljum að ekki sé hægt að fá niðurstöðu í málið nema að farið sé í
umræður til að sjá hvað sé uppi á borðinu. Því finnst mér það
frábært hugrekki að gefa þjóðinni þetta tækifæri þó svo að
viðkomandi alþingismenn séu í meginatriðum á móti aðild. Hér eru
alþingismenn að gefa þjóðinni aðgang að því að taka upplýsta
ákvörðun í ljósi niðurstaðna í stað þess að þurfa að hlusta á
hræðsluáróður og goðsagnir. Ég tek ofan ...
Kristín
Lesa meira
...Senn mun líklega, verða samþykkt eitt stærsta mál
Íslandssögunnar, sennilega síðan það var ákveðið að selja bankana
með afleiðingum sem allir vita. Valið stendur á milli "vinstri
krata" stjórn næstu þrjú og hálfa árið eða Evrópusamband fyrir
eilífð sem þýddi markaðskerfi fyrir eilífð. Báðir slæmir kostir. Ef
svo skildi fara að Vinstrihreyfingin grænt framboð myndi samþykkja
aðildarumsókn að Evrópusambandinu myndi það styrkja stöðu Vg svo
sannarlega gegn Samfylkingunni í stórum málum eins og Icesave
deilunni, komandi sölu á bönkunum og öðrum erfiðum málum. Ertu ekki
sammála mér í því?....
Ágúst
Lesa meira
...Ég tel að það sé skylda að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort eigi að leggja fram umsókn, og síðan um aðildina sjálfa! Allt
bendir til að Samfylkingin sé að nota Vinstri Græna til að koma
vafasömum málum sínum í höfn. Þessi ríkisstjórn virðist snúast
eingöngu um það. Þeim tókst ekki að leiða Sjálfstæðisflokkinn
á asnaeyrunum inní Evrópusambandið, en þeir hafa haldbetra tak á
asnaeyrum VG. Það er ekkert ...
Helgi
Lesa meira
...Að mínu mati eftir tuttugu ára bullandi frjálshyggju og
kapítalisma í sinni verstu mynd finnst mér ótrúlegt að þingmaður
skuli koma upp og tala svona, það er ótrúlegt, en það er svo
frábært. Þú hélst tímamótaræðu! Þú mátt vera ansi stoltur af
lífsstarfi þínu sem ötull talsmaður íslensk verkalýðs og allra
þeirra sem minna hafa mátt sín. Haltu áfram að taka ákvarðanir sem
munu vera þessu fólki til bóta.
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum