AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2009
...þú segir í því enga mótsögn að greiða fyrir þeirri göngu sem
þú telur arfavitlausa!! Ertu ekki frískur væni minn? Í hverju
finnst arfavilausari afstaða og meiri mótsögn, en greiða fyrir
arfavitleysu? Hvað þú hefur hugsað síðustu misserin ert þú einn til
frásagnar um. Með tilliti til afstöðu þinnar til aðildarumsóknar að
ESB verður fróðlegt að fylgjast með hvaða breytingum taki núverandi
afstaða þín til Icsave-samningsins að fenginni niðurstöðu í þinginu
varðandi þann hörmungargjörning....en dapurlegast er þó að það
skuli vera nokkrir þingmenn okkar og forystumenn sem skuli fyrst að
því valdir með afstöðu sinni til aðildarumsóknar að ESB, hvað sem
þér kann að virðast og sýnast í því máli þá er það fjallgrimm vissa
margra kjósenda og félaga okkar í hreyfingunni að þið sem greidduð
götu aðildarumsóknar hafi svikið bæði flokk og fólk.
Jón Heiðar
Lesa meira
...Að Evrópusambandið hafi verið hugsað af mönnum sem teldu það
vera himnaríki. Að þetta himnaríki hefði gert Evrópubúa að þrælum.
Á Alþingi og eiga kjósendur ekki skilð burðugra líkingamál en
þetta? Hvaða erindi á svona skrúðmælgi inn á Alþingi Íslandinga?
Þegar við vorum báðir á vaktinni sem blaðamenn í gamla daga létum
við stjórnmálamennina ekki komast upp með svona orðaleiki í
fréttaumfjöllun okkar. Nú spyr ég þig sem félaga og vin, af hverju
hefur þú sjálfur fallið í þessa gryfju að nota rósamál í stað þess
að fjalla um raunveruleikann? Engum heilvita manni dettur í hug að
líkja ESB við ...
Ólafur Gíslason
Lesa meira
Nú er þörf á raunsæi og yfirvegun þar sem hagsmunir almennings
eru í fyrirrúmi.... Ögmundur,hvar var það raunsæi og sú yfirvegun
er varðaði hagsmuni almennings þegar þú greiddir atkvæði með
aðildarumsókn að ESB?...
Jón Heiðar
Lesa meira
Ekkert óðagot takk. Ef viðsemjendur okkar í ICESAVE beita
hótunum, beinum eða óbeinum, þá læðist að manni sá grunur að ekki
sé allt með felldu. Og ég tek undir það að í þessu máli verður að
ná breiðri samstöðu. Við ættum heldur ekkert að vera að flýta okkur
að setja sparipeninga úr lífeyrisjóðunum til að halda áfram
orkufylleríinu.
Ólafur S. Andrésson
Lesa meira
Ég er ekki endilega með ESB en finnst svo mikkill léttir að
samræður skulu loks hafnar! Það átti að gera fyrir 20 árum síðan og
koma þjóðinni frá þessari "þráhyggju"! Sjálfstæðisflokkurinn lifði
á þessari "hugsýki" þjóðar sinnar og "kvótakerfinu" og
"virkjunaráráttu" en nú sér til betri tíma...vonandi? Er alveg
hissa á umræðu þjóðar minnar á samningsviðræðum við ESB. Þjóðin
hálf ...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
Lesa meira
...Loksins talar einhver eins og almenningur í landinu.
Nákvæmlega þessi umræða fer fram á vinnustöðum og í
fjölskylduboðum. Hvað liggur á? Hvers vegna að láta undan hótunum
og þrýstingi. Nú ríður á að skoða þetta samkomulag ofan í kjölin,
þó það taki heilt ár eða meir án þess að þingheimur fari í frí.
Þetta er stórmál, fyrir okkur öll sama í hvaða flokki við erum eða
höfum verið, eða kosið hingað til.
Magnús M. Magnússon
Lesa meira
...Manni segir því hugur að spillingin í íslensku viðskiptalífi
, íslenska bankakerfinu og íslenska stjórnkerfinu sé svo víðtæk og
svo inngróin að aldrei verði ráðist almennilega í þetta
réttlætisverk. Ef ekki verður vart við heiðarlegt lífsmark hjá
sérstaka saksóknaraembættinu og sannleiksnefnd alþingis ALVEG Á
NÆSTUNNI trúi ég að þessi verði raunin, því miður. Eftir mun sitja
hnípin þjóð í skuldafjötrum, með sjálfsvirðingu í molum, brostið
traust til sjálfrar sín - vegna þess að réttlætinu var aldrei
fullnægt - og alþingismenn sem (í besta falli) TALA bara en GERA
EKKERT. Ögmundur, þú ert beðinn um AÐ GERA eitthvað.
Keilir
Lesa meira
...þá hefði nú Ögmundur betur spurt sig þessara spurninga áður
en hann samþykkti að sækja um aðild að ESB. Ég hélt að VG hefðu
verið harðir á móti því að sækja um aðild að þessari ófreksju eða
misskildi ég eitthvað landsfundar samþykkt flokksins?
Olgeir Gestsson
Lesa meira
...Hér á ég við aðförina að atvinnulausu fólki á Íslandi sem nú
er enn eina ferðina sprottin upp. Helsta úrræðið sem ráðherranum
kemur til hugar er að setja upp njósnasveitir gegn atvinnulausu
fólki sem ætlað er að sjá til þess að það fólk sem ekki hefur vinnu
sé nú ekki að svindla á kostnað samborgara sinna sem enn hafa
atvinnu. Nefndur ráðherra sýnist hafa minni áhyggjur af mafíuhyski
og tækifærissinnuðum og spilltum stjórnmálamönnum fyrr og síðar sem
leitt hafa þjóðina fram af hengiflugi. Raunar lykta flestar
tillögur ráðherrans af vitleysunni í Pétri Blöndal og virka eins og
endurómur af rödd þess víðkunna óvinar íslenskrar alþýðu...Miklu
nær væri fyrir nefndan ráðherra að beita sér sem mest hann má gegn
íslensku mafíunni, glæpamönnum sem stolið hafa hundruðum milljarða
af þjóðinni og spilltum stjórnmálamönnum sem gert hafa glæpaverkin
möguleg. ...
Kári
Lesa meira
Til hamingju með einkavæðingu bankanna. Hún var gerð
hratt og örugglega og án ónauðsynlegra umræðna á Alþingi. Það hefði
tafið málið. Ennfremur hefði þurft að birta leyniskjöl og
upplýsingar, sem best eru geymdar í ráðuneytum, skilanefndum og
lögfræðistofum. Í einkavæðingunni birtist einnig með skýrum hætti
sú þjóðfélagssýn sem VG hefur lengi barist fyrir. Í framhaldinu
þarf að halda fast utan um verðtrygginguna, sjálfstæði
Seðlabankans, einkavæðingu orkunnar, háa stýrivexti, kvótann,
hæfilegt gagnsæi, Icesave-samninginn...
Hreinn K
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum