Fara í efni

NAUÐUGIR ERUM VÉR BOÐORÐI BUNDNIR

Sæll Ögmundur.
Nú er ég búinn að lesa greinargerð þína um hvernig þú greiddir atkvæði á þingi um aðildarumsókn að EB og er satt að segja litlu nær. Mér datt í hug hvort ljóðið "Bann" eftir Þorstein frá Hamri gæti verið innlegg í málið (úr ljóðabókinni Fiðrið úr sæng Daladrottningar):
Nauðugir erum vér boðorði bundnir; og sakir þess neitum vér oss um ótal margt nánast allt: um síðir sveimar hér um garða skari meinlætamanna. Öll virðast þau meinlæti raunar auðveld og fánýt utan hið fyrsta: megnuðum vér að brjóta það yrði fyrst ómaksins vert að halda öll hin.
Kær kveðja,
Jón Torfason