UM ÁBENDINGU HÆSTARÉTTAR-DÓMARA

Þau merku undur hafa nú gerst að sá dómari Hæstaréttar Íslands sem ávalt hefur verið milli tanna almennings fyrir annarleg sérálit í mörgum dómum sínum hefur nú fyrstur allra dómara réttarins sýnt að hann á sér aðra hlið líka að réttur fólksins og þjóðarinnar sé virtur. Þetta ætti að hjálpa þingmönnum í þessi erfiða Icesafe máli að taka sínar ákvarðanir fyrir hönd okkar allra um hvort að við höfum rétt til að fara með þetta mál fyrir þar til bæra dómstóla í stað þess að verða sett í ánauð, valda heilsutjóni hjá saklausum, upptöku eigna, landflótta að ósekju andlegra vanlíðan og má segja að þessi kyndilberi réttlætis brjóti blað í íslenskri réttarsögu sem dómari við Hæstarétt á síðum MBL í dag þar sem engin fordæmi eru fyrir slíku utan hans. Jón Steinar Gunnlaugsson les samningin þannig án þess að taka beina afstöðu að verið sé að semja um lokun á dómstólaleiðinni fyrir okkur en Bretum sé mikið í mun að koma því í gegn en hvers vegna?? Kanski eigum við von á smá ljóstýru í framtíðinni fyrir íslenska þjóð.
Þór Gunnlaugsson 

Fréttabréf