Fara í efni

ÓLIKT HAFAST ÞEIR AÐ

Maður er nefndur Steen Bagger, ættaður af Sjálandi þar sem heitir Danmörk. Var hann danskur útrásarvíkingur með tilhneigingu til að færa bókhald fyrirækis síns liðlega. Hann snuðaði danska banka um 15 milljarða (íslenskra króna). Eftirlitsstofnanir í landi Margrétar Þórhildar II grunuðu Bagger um svik fyrir 198 dögum. Þetta var um það leyti að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var að leggja upp laupana. Bagger lét sig hverfa í Dúbaí, í landi sem er forseta, Ólafi Ólafssyni og fleirum hjartfólgið. Lýst var eftir útrásarvíkingnum danska, Interpol leitaði hans og hann fannst að lokum í Englaborg í USA. Hann var framseldur til Kaupmannahafnar og yfirheyrður. Í dag var hann dæmdur fyrir fjársvik, þessi danski útrásarvíkingur í réttinum i Lyngby, utan miðborgarinnar, þar sem íslenskir verkfræðingar hafa margir sótt sér skólamenntun. Bagger fékk sjö ára fangelsi, syv år bag tremmerne, eins og Danir segja. Í ljósi þess að íslensk lög eru dönsk lög, þýdd, mætti spyrja, hæversklega: Ætli dómsmálaráðuneytið, eða Valtýr, "okkar maður" ,  viti af þessu, eða sýslumaður í sveit? Eða: Þurfa menn hér að fara á námskeið?  
Ólína