OF MIKIÐ FYRIR ÞJÓÐARBÚIÐ

Sæll Ögmundur.
Fullveldi, sjálfstæði, frelsi sagðiru í grein í Morgunblaðinu nú í vikunni, góð grein og gastu þar skýrt þín sjónarmið og gerðir það á mjög góðan hátt. Þú leggur mikla áherslu á frelsi, ég er sammála þér í því. Við þurfum frelsi frá fjármagninu í heild, við þurfum frelsi frá alheiminum sem er alvarlega sýktur að því er mér virðist ólæknandi auðvaldssótt og kapítalisma. En þá kemur að því að ef þú meinar þessi orð, þá verður þú einfaldlega að segja nei við Icesave samningunum. Því að með þeim er tryggt að kapítalismanum er viðhaldið næstu tuttugu árin í faðmlagi við "Evrópu auðvaldið" og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er eigingjarn, ég vil lifa í þessu landi, þessu landi sem er engu landi líkt. Ég vil geta haldið áfram að tala tungumálið mitt og ég vil vera með skyldfólki mínu hér á landi til frambúðar. Auðvitað er þetta sótugt vinnuumhverfi sem fólk í stjórnkerfinu þarf að búa við, stórar ákvarðanir út um allt en þetta mál er eitthvað sem á ekki að "skoða". Það á að afneita því eins og það leggur sig. 300-600 milljarðar eru allt of mikið fyrir þjóðarbúið.
Ágúst Valves Jóhannesson

Fréttabréf