Fara í efni

HIN NÝJA FLORENCE NIGHTINGGALE

Otto heitir maður Nordhus. Hans bisniss eru sjúklingar. Hann vill endilega flytja "norræna sjúklinga" til Íslands til að lækna þá þar. Það er með öllu óskiljanlegt af hverju hann gerir ekki þessar aðgerðir í heimalandi sjúklinganna. Má það ekki? Er það bannað í Svíþjóð og Noregi? Hafa menn velt því fyrir sér að ef Ottó er leyft að koma til Íslands og setja upp skuggaheilbrigðiskerfi, þá myndast þrýstingur á læknastéttina og hjúkrunarstéttirnar að vinna hjá Ottó, frekar en hjá hinu opinbera. Með því er opinbera kerfið að taka sér sína eigin gröf. Leyfum Ottó að gera þessar aðgerðir heima hjá sér. Charity starts at home, einsog Bretinn segir.
Hreinn K