GERUM HREINT EFTIR VEISLUNA

Ég er þakklátur fyrir að það finnst fólk sem skilur að það þarf að borga reikningana eftir veisluna sem hefur staðið undanfarin ár. Ef það hefur farið fram afsal á sjálfstæði þjóðarinnar þá var það þegar hinum nýju einkabönkum var leift að vaxa án takmarkana og þau stjórnvöld á íslandi sem fóru með jafn einföld og auðskilin tæki eins og bindiskyldu, notuðu þau ekki. Núna þegar rykið fer að falla til jarðar vona ég að það renni af mönnum og þeir átti sig á að það er ávinningur til lengri tíma litið að gera hreint eftir veisluna og tæma öskubakkana og þvo kampavínsglösin. Ekki læsa veisluherbergjunum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Skiljanlega finnst fólki ekki gaman að borga fyrir aðra og það er en það er betra að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar það hefur að gera það ekki og á hvaða bás maður verður settur um alla framtíð. Með von um að VG þingmenn hafi staðfestu til að tæma þann beiska bikar sem að þeim er réttur.
Eiríkur Guðjónsson Wulcan

Þakka þér bréfið. Ég er þér sammála að nú þarf að taka til eftir alla óráðsíuna. Það þarf hins vegar að gera með vel yfirveguðum hætti og láta ekki kúga okkur til að fallast á skuldbindingar sem eru óréttmætar. Ég var minntur á það í dag í samræðu manna á milli að Bretar og Hollendingar væru gamlar nýlenduþjóðir sem fyrr á tíð - ekki fyrir svo ýkja löngu - notuðu byssustingi til að hafa sitt fram. Nú notuðu þeir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn! Nokkuð til í þessu. Við þurfum að gaumgæfa vel hvað hyggilegast er að gera, og þá hvort við eigum að samþykkja ríkisábyrgð eins og gömlu nýlenduherrarnir vilja að við gerum. Þetta þurfum við að hugsa saman.
Síðan er það hin siðferðliega spurning, hver á að borga fyrir hvern? Á öryrkinn sem aldrei átti pening til að leggja á bók að borga fyrir hinn sem var aflögufær og tapaði aurum sem hann hafði lagt fyrir.
Kv.,
Ögmundur 

Fréttabréf