FRÁBIÐ VETTLINGATÖK

Kæri Ögmundur.....
Hvernig stendur á því að ekki er búið að upplýsa fyrir þjóðinni hvað hún fær fyrir rafmagnið sitt til erlendrar stóriðju?  Hvað hún fær fyrir leigu á landi undir erlendu stóriðjuna og í opinber gjöld, skatta og tolla?  Hvernig Kárahnjúkamálið ALLT stendur með kostnaði, lánum og vöxtum, svo á móti arði af Kárahnjúkaframkvæmdinni!

Það verður að ónýta alla viðskiptaleynd í landinu með lögum, sem mér vitandi hefur aldrei verið viðhöfð á Íslandi fyrr en glæpamennirnir fundu hana upp samkvæmt erlendri fyrirmynd og túlkun, til að hylma yfir misferli sítt og jafnvel glæpi! Hver veit?  Engin veit neitt!   Þetta eru mál sem VG hefur alltaf sett á oddinn, en nú steinþegið þið, þegar þið getið gert eitthvað við því!  Hvernig stendur á þessum tvískinnungi Ögmundur?

Eins get ég engan vegin verið sammála Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra, að ekki sé hægt að snúa við ákvörðun bankamanna að lána sjálfum sér, vinum og vandamönnum, tugi ef ekki hundruð milljarða króna rétt fyrir hrunið, og jafnvel þurrka sumar skuldirnar út án greiðslu.  Sumar afborganir og skattar eiga jafnvel ekki að eiga sér stað fyrr en eftir dauðadag lántakandans!  Hvað heldur þú að Eva Joly og annað fullvita fólk sem er að reyna að hjálpa okkur, haldi um svona háttarlag?

Annað hneyksli er að það er ekki búið að hneppa einn einasta glæpamann í fangelsi og hafa af honum illa fengið þýfi, ekki einu sinni til yfirheyrslu, að mér skilst. Nóg er af meintum glæpamönnum, og það er einnig glæpur að það skuli hafa dregist svo lengi að glæpamálin væru tekin fyrir í alvöru og húsleitir og rannsóknir hafnar.  Menn hafa haldið fram að um 300 manns séu viðriðnir glæpamennskuna sem gerði Ísland öreiga, en ekki nema um 20 til 30 manns séu í rannsókn hjá sérstökum saksóknara, sem hefur ekki það útlit að vera beinlínis spretthlauppari!

Svo er með Valtý Sigurðsson, hvernig stendur á því að það þurfti Evu Joly til að upplýsa að maðurinn væri ramm-vanhæfur! Hverskonar rola er þessi Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, er hún svo upptekin viða að greiða götu útlendinga, að hún megi ekki ver að öðru?

Ögmundur, Alþingi verður að samþykkja bráðabirgða neyðarlög , sem tekur almennilega á þessu öllu, fljótt og án vettlingataka!  Ég treysti ekki dómstólum og skipuðum dómurum okkar. Ég legg til að Eva Joly og/eða  Bandaríkjamaðurinn William K. Black verði ráðin sem dómarar, þó ég skammist mín fyrir það, þar sem um útlendinga er að ræða. En málin eru mest á erlendu sviði og glæpamennirnir eru svo úrkynja að þeir kunna varla íslensku, samanber fundarhöldin þau tungumál sem nú eru töluð í Seðlabankanum!

Ég tel dómarana sem hafa verið æfi-ráðnir af pólitíkusum, vanhæfa og óhæfa með mjög fáum undantekningum! Einnig er um sérlega framandi og sérfræðileg fjárglæpamál að ræða sem íslenskir dómarar þekkja ekki til nema af afspurn!
Bestu kveðjur!
Helgi

Fréttabréf