ERTU ORÐINN EVRÓPU-SAMBANDSSINNI?

Ég þakka greinar þínar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu um landstjórann frá AGS og tilraunir Þorsteins Pálssonar til að þagga umræðu um pólitískan ágreining. Mjög fínt.  Ég hef verið að fylgjast með umræðunni í kjölfarið og er greinlegt að mikil eftirspurn er eftir skoðanskiptum  um þessi mál.  Ekki var ég sammála uppsetningunni á eyjan.is sem stillti því upp sem einhverju nýju að þú sért fylgjandi atkvæðagreiðslu um aðild að ESB. http://eyjan.is/blog/2009/06/22/ogmundur-lysir-yfir-studningi-vid-adildarumsokn-ad-evropusambandinu/
Ég man ekki betur en þú hafi lengi sagt þetta, að lýðræðið ætti að sitja í fyrirrúmi eða er það ekki svo? En nú spyr ég þig í framhaldi af öllu blogginu, ertu kannski orðinn Evrópusambandssinni?
Grímur

Þakka bréfið Grímur. Nei,  ég hef aldrei verið fráhverfari því en nú að vilja ganga í Evrópusambandið. En hitt er rétt hjá þér að ég vil aldrei standa í vegi lýðræðis, ekki heldur gagnvart ESB. Í haust talaði ég fyrir kosningu um ESB.....og Nató.
http://www.ogmundur.is/annad/nr/4280/
http://www.ogmundur.is/annad/nr/4284/
Kv. ,
Ögmundur

Fréttabréf