AFTURHALDSÖFL?

Ég var að horfa á sjónvarpsfréttir og velti því fyrir mér hvert ykkar gengur lengst í afturhaldsátt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ríkisstjórnin eða svokallaðir  "aðilar vinnumarkaðar". Ég hafði helst  bundið vonir við að mín samtök, BSRB, myndi andæfa niðurskurðinum á Landspítalanum, mínum vinnustað. Nei, "aðilar vinnumarkaðarins" virtust vera að krefjast þess að þið gengjuð lengra í niðurskurði en þið væruð reiðubúin að gera!!! Var þetta rétt tilfinning Ögmundur?
Starfsmaður á LSH

Þakka bréfið. Það er rétt tilfinning að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst niðurskurðar í útgjöldum til velferðarmála. Ýmsir taka undir þá kröfu. Hitt máttu vita að aðrar ríkisstjórnir en með aðild VG væru leiðitamari dansfélagar AGS en við. Því máttu treysta að ekki mun ég dansa þann vals lengur en nauðungin krefur.
Ögmundur

Fréttabréf