YFIRRÁÐIN YFIR HINUM EFNAMINNI

Lýðheilsa er þáttur í menningu þjóðar, ekki málsgrein í skattalögum. Stéttabaráttan er dauð og allir sammála um að verkefni stjórnmálanna,sé að stýra hegðun lágstéttanna og gæta þess að þrælarnir geti mætt í vinnuna, borgað vextina fyrir kapítalið. Og þá snýst umræðan eðlilega um það sem á ensku kallast "social engineering". Félags-verkfræði.
Slík verkfræði beinist ávallt að láglaunafólki og hegðun þess. Það eru hinir efnaminni, sem reykja mest, borða óholla fæðu, stunda smáglæpi og eiga við alls kyns hegðunarvandamál að stríða. Hæfnissamfélagið (meritocracy), sem er hin hliðin á félagsverkfræðinni, og gengur í stuttu máli út á það, að hinir hæfustu eigi að fá bestu störfin, er
réttlætingarkerfi menntastéttarinnar fyrir miklum launamun.
Hæfnissamfélagið er í raun blekking, þar sem þeir sem fá bestu störfin eru þar með hæfastir og kerfið þannig sjálfsannandi. Öll þessi nýju system hinnar nýju yfirstéttar áttu að tryggja aukinn félagslegan hreyfanleika og aukið félagslegt réttlæti. Raunin hefur orðið gagnstæð t.d. í Bretlandi undir stjórn New Labour.
Staðreyndirn er einfaldlega sú að nú einsog oft áður, er barist um yfirráðin yfir lágsstéttinni. Auðstéttin vill ná peningunum og halda vinnuaflinu ódýru. Menntastéttin leggur áherslu á að milda þjáninguna með velferð og umhyggju, gegn því að fá hlutdeild í gróðanum. Og umfram allt eru menn sammála um að halda fólki á sínum stað.
Stéttabaráttunni er lokið.
Mkv
Rósa Luxemburg

Fréttabréf