MINNUGUR ORÐA ATLA

Ég verð bara að viðurkenna það að mér varð ansi heitt í hamsi við að lesa svör Gordons Brown í fyrirspurnatíma Breska þingsins varðandi Icesafe reikningana og hvenær þessir óreiðugemsar uppi á Fróni yrðu látnir greiða skuldirnar. Svarið var einfalt: Hann ætlar að ræða þau mál við AGS ekki íslensku ríkisstjórnina. Hvílík smánun við fullvalda ríki að fara til AGS og ræða þar við stjórnarmenn en ekki okkur sjálf. Hann virtist svo kokhraustur í svörum sínum að ég þykist viss um að hann viti að hann hafi öll trompin á sinni hendi ekki við?? Er það virkilega svo að AGS sé með öll lyklavöld að landinu á sínum kontór þótt við séum ekki farin að nota þau lán enn. Við gætum þó fengið skell ef kröfuhafar hafa betur í málarekstri sínum í málefnum Spron fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meintra brota á stjórnarskrá og ef illa fer og Hæstiréttur sé úrskurðinum sammála gætum við þurft að byrja aftur á núllstöðu því allir fyrri gjörningar yrðu þar með ómerkir. Ég má bara ekki hugsa það alveg til enda minnugur varnaðarorða Atla Gíslasonar í ræðustól Alþingis með umsögn réttarfarsnefndar í höndunum við setningu Neyðarlaganna.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf