Fara í efni

INGIBJÖRG SÓLRÚN LEIÐI

Það er í mínum huga að rétti einstaklingurinn til að taka við starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra. Það er að því gefnu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu núverandi utanríksráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, og að ISG hafi heilsu til starfans. Hvorugt má gefa sér fyrirfram og hef ég ekki kannað grundvöll þess atarna. Mikilvægt er að pólitísk ábyrgð sé sett í öndvegi þegar Ísland hyggst sækjast eftir aðild að ESB, eins og ég gef mér að muni eiga sér stað. Slík pólitísk ábyrgð er sýnd með óyggjandi hætti með því að gera ISG að aðalsamningamanni Íslands gagnvart ESB. Þrír aðrir einstaklingar gætu komið til greina en það eru allt fyrrverandi stjórnmálamenn og embættismenn. Það er með öðrum orðum mikilvægt að aðildarviðræður við ESB fari alls ekki fram eingöngu á tæknilegum grunni heldur þvert á móti að ljóst sé frá upphafi að hér sé um pólitískan gerning að ræða, það er hugsanleg aðild Íslands að ESB.
Kjartan Emil Sigurðsson