UM ÁBYRGÐ HEILBRIGÐIS-RÁÐHERRA

Sæll Ögmundur.
Hér á Húsavík er nýlokinni styrktarsýningu fyrir Hörpu Sóleyju Kristjánsdóttur, 15 ára MS-sjúklings sem fjallað var um í DV nú ekki fyrir löngu. Í lok mars svaraðir þú fyrirspurn á Alþingi um að 50 manns hafi fengið Tysabri lyfjagjöf, og meðalaldur þessa fólks væri 45,5 ár. Hvernig stendur á því að 15 ára stelpa fái neitun, á meðan gamalt fólk fær lyfið sem á kannski lítið eftir? Er þetta heilbriðgiðsstefna Vinstri-Grænna? Sem heilbrigðisráðherra hlýtur að vera eitthvað sem þú ættir að geta gert!
Björgvin Friðbjarnarson

Sæll Björgvin og þakka þér fyrir bréfið. Hér verð ég að reiða míg á álit lækna og annarra sérfræðinga. Ég hef hins vegar óskað eftir greinargerð um þetta mál, átt viðræður við samtök MS sjúklinga og fullvissa þig um að ég er að setja mig inn í málið eins  best ég get. Ég geri mér grein fyrir alvöru málsinds fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem í hlut eiga.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf