Fara í efni

TIL ER VALKOSTUR VIÐ VERSTA KOSTINN

OHF. er versta rekstrarform sem fundið hefur verið upp sagði Brian Mikkelsen, þáverandi menntamálaráðherra Dana, árið 2003. Það er rekstrarform þar sem hvorki er lýðræðislegt né markaðslegt eftirlit. Þetta er ekki pólitísk niðurstaða heldur praktísk. OHF. er enda form sem hefur víða verið notað sem millistig frá þjóðareign til einkavinavæðingar.
Nú stendur til að búa til ríkisfyrirtæki sem taka á yfir "vondar eignir" eða fyrirtæki í vanda, líkt og Þjóðverjar gerðu 1989 með stofnun Treuhand fyrirtækisins sem tók yfir öll Austur-Þýsk ríkisfyrirtæki.
Það þýðir að það verður erfitt með eftirlit og hætta á einkavinavæðingu. Þess vegna er góð hugmynd að búa til andstæðu OHF, og hafa tvöfalt eftirlit: Alþingi og Vilhjálm Bjarna. Hvernig gerir maður það? Jú, með því að gera þetta að hlutafélagi strax og láta í upphafi 10% eignarinnar renna til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Þannig eignast þjóðin fyrirtækið og allar eignir þess hvort tveggja sem hlutafé og sem þjóðareign. Allt háð réttarreglum og margföldu eftirliti.
Hreinn K