ÞARF AÐ SAFNA LIÐI!

Ein af alvarlegustu afleiðingum sjálfsgróðahyggjunar, sem á þjóðinni hefur hvílt sem baggi í stjórnarstefnu liðinna ríkisstjórna, eru bág kjör aldraðra. Fólkið sem okkur ól og annaðist berst nú í bökkum. Ekki þó endilega við að halda húsnæði sínu. Fremur við að halda heilsu sinni. Ein af sparnaðarhugarflóru Guðlaugs Þórs var að skerða möguleika aldraðra til endurhæfingar. Því ákvað hann að sameina 2 deildir á Landakoti í eina - og um leið að fækka sjúklingum. Henda þessum "erfiðleikum" yfir á sveitarfélögin. Birtingarmynd þess er sú að sjúkrarýmum fækkar. U.þ.b. um helming. Þetta ku heita "hagræðing". Ég leyfi mér, hér á þessum vettvangi, að mótmæla þessu. Enda aðstandandi öldrunarsjúklings sem notið hefur góðs af framúrskarandi þjónustu Landakots. Því spyr ég - og ætlast til svars; Hver eru viðbrögð heilbrigðisráðherra við þessu?
Baldur Ragnarsson

Þakka þér bréfið Baldur. Tek undir með þér varðandi Landakot. Eins og þú hef ég þaðan afbragðsgóða reynslu sjálfur. Viðfangsefnið á næstu misserum er að tryggja að ráðdeild felist í því að bæta þjónustu og standa vörð um það sem vel er gert. Það þarf að safna liði til varnar heilbrigðisþjónustunni og til stuðnings þeim sem vilja veg hennar sem mestan.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf