Fara í efni

RÉTTMÆT OG SKILJANLEG GAGNRÝNI

Ágætar spurningar hjá þér um vaxtastefnuna hér á landi. Spurning þeirra sem fylgjast í forundran með vaxtaákvörðun peninganefndar og málflutningi seðlabankastjóra er sú hvers vegna ríkisstjórnin breytti ekki um peningastefnu með sama hraða og skipt var um bankastjóra? Er núverandi ríkisstjórn etv ánægð með afrakstur verðbólgumarkmiðsins síðan 2001? Hvernig stendur á því að ekki er gerð skýlaus krafa til seðlabanakns um að svara málflutningi þeirra sem benda á að háir vextir veikja krónuna auk alls efnahagslífs hér á landi sbr. http://stiklur.blogspot.com/2009/04/service-debt.html Hver er stefna VG í þessum málum, má kanski orða hana þannig að þóknast skuli hagsmunum erlendra kröfuhafa umfram allt?
Arnar Sigurðsson

Sæll Arnar og þakka þér bréfið. Gagnrýni þinni deili ég og hef látið koma fram við ríkisstjórnarborð. Stýrivaxtaákvörðun er tekin í Seðlabankanum lögum samkvæmt. Þú vísar í lögin frá 2001. Mig langar til að biðja þig að lesa hér vangaveltur mínar við umræðu um þau lög: http://www.althingi.is/altext/126/04/r06110302.sgml
Ef við ekki fáum því framgengt að knýja fram vaxtalækkun sem einhverju nemur þá verð ég að segja að lokaspurning þín væri meira en skiljanelg. En ég get sagt eitt af sannfæringu: Ég mun ekki unna mér hvíldar fyrr en þetta hefur verið fært til betri vegar. M.ö.o. mér finnst gagnrýni þin réttmæt og skiljanleg.
Kv.
Ögmundur Jónasson