Fara í efni

JÁ EÐA NEI UM ES!

Sæll Ögmundur.
Við hittumst fyrir um ca 2 árum á Arnarvatnsheiðinni, sælla minniniga, ég var i veiði og þið félgar í hestaferð. það sem mér finnst vanta frá ykkur eru skýr svör varðandi ES. JÁ eða NEI, frá mínu sjónarhorni, hins almenna borgara virkið þið óöruggir og þorið ekki að setja fram skýra stefnu í Evrópumálunum. Að minu mati hefur þingflokkur vg á að skipa einstaklega færum og góðum hóp af góðu fólki. Þó verð eg að taka það fram að mér þótti Jón Bjarnasson takast einstaklega illa upp á síðasta borgarafundi á Vestfjörðum, svo vægt sé til orða tekið.
Páll Kristjánsson

Þakka bréfið. Svarið varðandi Evrópusambandsaðild er afdráttarlaust af hálfu VG. Flokkurinn sem slíkur er eindregið andvígur aðild. Við hlítum hins vegar lyðræðislegum vilja þjóðairnnar í þessu efni sem öðrum. Ósammála þér varðandi JB. Að mínu mati er hann einn kröftugasti þingmaðurinn á Alþingi og fannst mér hann ágætur í umræddum þætti. Hitt er svo annað mál að sitt sýnist alltaf hverjum og svo á það við um okkur öll að við erum misupplögð. En mér fannst JB góður.
Kv.
Ögmundur