Fara í efni

FRÁLEITIR VEXTIR

Ég er einn þeirra fjölmörgu sem er atvinnulaus sem stendur. Ég er bitur og reiður þeim sem brutu niður efnahagslífið með taumlausri græðgi. Einnig er ég reiður stjórnvöldum sem ekki stóðu vörð fyrir okkur landsmenn eins og þeir áttu að gera. Ég ætla mér í fyrsta skipti á ævinni að kjósa VG, gefa þeim sjéns. Mér líst að vísu ekki á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og vaxtastefna Seðlabankans er hreint út sagt, hlægileg. Mér líst vel á niðurfellingartillögu ykkar á heimili landsins, ekki fyrirtækin. Mér finnst hún fara bil beggja. En hvað er viðskiptaráðherrann að bardúsa? Mér finnst ekkert koma út úr honum og þetta níð-brandara-skeyti hans til Tryggva Herbertssonar var undir beltisstað. Hysjið nú upp brækurnar okkur landsmönnum til hagsbóta, annars þarf maður að láta atkvæðið dautt falla.
Kveðja,
Þorvaldur