AUMINGJA GEIR

Sæll kæri Ögmundur!
Ég las grein þína um Geir Hilmar fyrrverandi forasætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins.  Myndin sem fylgir pistlinum er af manni sem virðist barnsaklaus og að það vanti bara gullbaug yfir höfði hans og ef myndin hefði verið tekin aðeins hærra, þá sæist í fætur guðs almáttugs og fagra engla!

Minn kæri Ögmundur, það má vel vera að Geir sé fyndinn í samsætum og þægilegur í persónulegum samskiptum en veruleikinn, ábyrgð mannsins sem stjórnmálamanns og ráðherra ásamt varðveislu hagsmuna íslensku þjóðarinnar, er allt annað mál!

Geir Hilmar Haarde er stórsekur "stjórnmálamaður" sem ber verulega ábyrgð á ástandinu í íslenska þjóðfélaginu í dag og næstu kynslóða, ef það verða þá fleiri Íslenskar kynslóðir!  Hvort sem maðurinn er skemmtilegur á "góðra-manna- fundum," eða á kaffistofu Alþingis, breytir engu þar um.  Maðurinn hefur svikið þjóð sína og allan almenning. Sama verður að segja um fólk eins og Jón Hannibalsson, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu Sólrúnu og Davíð Oddsson. Allt er þetta fólk sem á þyngstu hegningu skilið en enga blíðmælgi eða vinahót!!! 

Þó góður maður eins og þú aumkvist yfir svona fólki, breytir það engu um staðreyndir!

Ég vona að þú gerir þér grein fyrir að það er allskonar hyski í þjóðfélaginu sem verður að draga fyrir dóm og hegna, í alvöru óglæpahvetjandi dómstólum. Hegna þungt og gera upp ef sekt reynist! Þar með fíknilyfjakvikindin, kynferðis og ofbeldisglæpamenn, glæpahvetjandi dómarar, fjárglæpamennirnir og gjörspilltir stjórnmálamenn og landráðamenn sem hlífa og greiða götur glæpamannanna og svíkja þjóð og föðurland!

Geir tekur ábiygð gjörspillingar Sjálfstæðisflokksins á sig, þar sem hann hefur engu að tapa og reynir að vernda annað misgjörðarfólk í kringum sig. En það gerir hann síður en svo betri, né skemmtilegri, né saklausari mann Ögmundur!

Vertu blessaður að sinni,
Úlfur

Fréttabréf