ANNAÐ MÁ EKKI GLEYMAST Í ARGAÞRASI UM ESB

Sæll aftur Ögmundur.
Hún Ólina er með góða grein hér á síðunni en mér sýnist að hún leggi til að stjórnarandstaðan á Alþingi haldi þá uppi málþófi í allt sumar um hvort senda eigi inn blað og biðja um fund og sjá hvað kemur út úr honum eða ekki og allt annað gleymist í því argaþrasi. Þeir sem hafa lesið MBL á sunnudag sjá í hve hrikalegri stöðu Spánn er í sem Evruland og hvar er nú seðlabanki ESB? Ítalia er í sömu sporum og Grikkland. Það sem gleymdist að taka með í reikninginn þegar öll þessi lönd voru innmúruð í ESB var hrikalegur mismunur á launaliðum þessara landa og þar með framleiðslukostnaði. Ef við færum inn, á hvaða gengi skyldum við vera reiknuð inn og hvað með launaliði launamanna á Íslandi? Það eru enn beittar tennur í verkalýðshreyfingunni þótt gefið hafi verið eftir nú en það verður sótt fast til baka í betra árferði en þá er spurningin hvort að við yrðum úti eða inni í ESB þegar þar að kæmi.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf