VG Í FORYSTU

Sæll Ögmundur.
Loksins tókst að klára Seðlabankafrumvarpið á síðustu metrunum og þar með hafa VG tekið afgerandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Árni Mathisen mun ekki hafa hlotið hlýjar móttökur á fundum í kjördæmi sínu og hefur tilkynnt að hann snúi sér hugsanlega að dýralækningum aftur sem er hárrétt hjá honum. Davíð Oddson seðlabankastjóri kom úr felum með enn eina bombuna en Kastljóssþáturinn um kvöldið og svör aðalhagfræðings Landsbankans um bindiskylduverkfæri Seðlabankans lýsti algjöru vanhæfi á eðli þess verkfæris þegar Davíð sagði að það myndi hamla minni fjármálastofnunum sem gætu þrátt fyrir þetta ákvæði fengið fé í útlöndum. Hagfræðingurinn sagði svona vitleysu algjörlega lýsa vanþekkingu Davíðs þar sem bindiskyldan næði til allrar starfsemi bankanna hérlendis og erlendis undir íslenskri lögsögu. Eflaust mun þetta allt líta dagsins ljós. Hinsvegar hryllti mig við fréttum um hugsanlega afskrift KBbanka á 15 milljarða skuld bankastjórans og stjórnarformannsins þar sem þeir hafi afnumið persónulega ábyrgð á þessu hlutabréfakaupaláni. Vonandi tekur Ríkisskattstjóri þá til sinna ráða þar sem hann ritaði um að slíkur gjörningur væri sértæk ívilun og hlunnindi að fullu skattskyld með 37.5% skatt og fæst þá eitthvað inn um þær dyr. Dótakassi Hannesar Smára fær vonandi sömu útreið feitan bakreikning fyrir luxusinn einkaþoturnar snekkjurnar glæsiíbúðirnar í London og NY upp á tugi milljarða sem þarf að ná í inn í ríkiskassan sem fyrst og einnig Actavis sem er nú í sölumeðferð.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf