AÐ HRUNI KOMINN Mars 2009
Ég hef verið að reyna að átta mig á niðurstöðunni sem varð á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki einfalt. Sé hins vegar
að Styrmir Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóri, túlkar ESB
afgreiðsluna sem áfangasigur fyrir andstæðinga ESB. Það sýnist mér
rétt. Klappstýran, varaformaðurinn, kom ekki á óvart á fundinum, en
nýji formaðurinn, sem ég held að sé hinn vænsti
drengur, kallaði fram í huga mér þennan
Bítlatexta...
Ólína
Lesa meira
Guðlaugur Þór fagnaði sínum stærsta kosningasigri um síðustu
helgi. Hann er nefnilega að eigin sögn og vina hans, maður sem
þorir. Afhroð hans í kosningunum síðustu helgi var vegna þeirra
nauðsynlegu ákvarðana sem hann þurfti að taka í embætti sínu sem
heilbrigðisráðherra. Hann greindi reyndar ekki frá því að
aðgerðaráætlun hefði ekki verið gerð í samráði við "fólkið á
gólfinu", enda aukaatriði. Guðlaugur Þór réð nefnilega til sín
svokallaða sérfræðinga...
Starfsmaður á Landspítala
Lesa meira
Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar
Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er
nefnilega svo reynslulaus. Það segir síðasti blaðamaður
kaldastríðsins Agnes Bragadóttir
að minnsta kosti. Svavar Gestsson hefur bara verið ...
Fjóla
Lesa meira
Ég er ungur læknir og tilheyri þar með þessum hópi mjög vel
stæðra samkvæmt þinni skilgreiningu. Ég er verulega ósátt við þá
stefnu sem niðurskurður í heilbrigðismálum hefur tekið. T.d. eru
læknar á Vestfjörðum að samþykkja að vera á bakvöktum án þess að fá
greiðslu fyrir. Hvernig má það vera að það telst sanngjarnt? Hvers
vegna eru alltaf skoðuð heildarlaun lækna þegar verið er að bera
saman laun. Veit ráðherra hversu mikil vinna er bak við þessi laun
og veit hann hve mikill hluti þeirrar vinnu er valkvæður? Ég
er nú deildarlæknir og er ....
Linda
Lesa meira
Vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð var 334,8 og
fyrir marsmánuð 334,5 stig. Sem sagt verðhjöðnun fyrstu þrjá mánuði
ársins. Opinberir raunvextir eru hins vegar 15%. Sums staðar er
fólk að greiða 25% af yfirdrætti. Það eru því raunvextir. Verið er
að ræða hvernig hægt sé að leysa fortíðarvanda, án þess að nokkur
virðist taka eftir því að ...
Hreinn K
Lesa meira
...Þeir hagfræðingar sem við höfum fengið til ráðslags (frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) hafa sýn sem ENGIR hagfræðingar annars
staðar deila með þeim. Alls staðar í veröldinni: USA, UK, Danmörku,
Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Japan, og svo
framvegis eru vextir við núllið. Af hverju ekki á Íslandi? Ef það
kemur ekki svar við því, þá ber ríkisstjórn Íslands sem nú situr
ábyrgð á falli þjóðarinnar, ekkert síður en þær sem áður sátu.
Ríkisstjórnin hagar sér ...
Hreinn K.
Lesa meira
...Hvers vegna settir þú inn í samninga ofurkjör um aldur og ævi
þeim til handa um skattavild og fleira og spurðir þú þjóðina að því
í þjóðaratkvæðagreiðslu eða telur þú að okkur komi ekkert við
arðsemi auðlinda okkar? Þessu þarft þú Össur að svara strax fyrir
kosningar því Samfylkingin mun tapa stórt á þessu bráðræði þínu til
bjargar eigin skinni.
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...VG mælist einn þriggja stærstu stjórnmálafloka landsins
- stundum sá srærsti - en RÚV virðist fast í gömlu landakorti og
ekki koma auga á breytingar. Til dæmis þá miklu breytingu að
Guðfríður Lilja er að veljast til forystu í Kraganum og þú Ögmundur
að hella þér í slaginn út í talsverða óvissu. Hvort tveggja hélt ég
að væri frétt. Í Kastljósi Sjónvarpsins í aðdraganda þessarar miklu
prófkjörshelgar var ...
Haffi
Lesa meira
...
Nú bregður lífsins lukkuhjól
á leik með Vinstri grænum,
við höfum eignast húsaskjól
hér í Garðabænum.
...
Kristján Hreinsson
Á stofnfundi VG félagsins í Garðabæ,
fimmtudaginn 12. mars 2009.
Lesa meira
Þríliðuhagfræði er léleg hagfræði. Hún er svona: Ef K er
konstant og y hækkar þá lækkar x. Þessi lýsing á samfélagi er svo
einföld að maður hefði ekki trúað því að óreyndu að alvöru
hagfræðingar leyfðu sér slíkt tal. En því miður hefur Íslandi (og
reyndar heiminum) verið stjórnað út frá slíkum vísindum.
Seðlabankar hafa talið að hægt væri að stjórna efnahagslífi með því
að hreyfa til stýrivexti annan hvern mánuð og til þess fengnir
færustu sérfræðingar. Hvernig hægt er að vera sérfræðingur í slíkri
samfélagssýn er mér hulin ráðgáta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er
hópur slíkra sérfræðinga. Þeir telja að vextir á Íslandi verði að
vera háir til að styrkja krónuna. Þeir koma ekki fyrir öðrum
breytum í jöfnuna og því má atvinnulífið fara á hausinn og
ríkisbúskapurinn einnig. Nú berast fréttir af gagnrýni á þessa
einföldu þríliðu ...
Hreinn K
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum