AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2009
Nú er komið í ljós að AGS mótar stefnu uppúr kennslubókum en
hvorki lífsreynslu né heilbrigðri skynsemi. Verðbólga er nú lítil
sem engin á Íslandi, sé horft fram á við. Enginn rekstur skilar
arði. Fjöldi fyrirtækja leggur upp laupana á degi hverjum. Samt
vilja þessir ofvitar í AGS halda vöxtum háum! Það er augljóst mál
að peningar sem eru lagðir inn í banka á 15% vöxtum eru
niðurgreiddir af skattgreiðendum. Það er ekki hægt að ávaxta
peninga um 15-20% í atvinnurekstri á Íslandi í dag. Hvernig geta
bankar þá lofað slíkri ávöxtun á innlán?
Alls staðar í kringum okkur...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðhera settist á þing 1995 fyrir
Alþýðubandalagið og óháða. Hann var í þriðja sæti listans og við
það vannst sætið en frá konsningunum 1987 hafði
Alþýðubandalagið haft tvo þingmenn í Reykjavík. Þarna bættist sá
þriðji við 1995. 1999 var Ögmundur hins vegar efstur á lista
VG í Reykjavík er þau buðu fram í fyrsta sinn. Sætið vannst
og annað til. Í kosningunum 2007 ákvað Ögmundur að bjóða sig
fram í Kraganum en þar hafði VG ekki þingmann í kosningunum á
undan. Sætið í Kraganum vannst. Nú hefur Ögmundur ákveðið að
....
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Hæstvirtur fjármálaráðherra þarf nauðsynlega að setja í gang
endurskoðun á innflutningsgjöldum af ökutækjum sem forveri hans
opnaði upp á gátt með því að lækka gjöld úr 45% í 15% af stórum
dýrum amerískum trukkum sem flæddu inn í landið. Skipta þarf upp í
hagkvæm eyðslugrönn ökutæki og lækka gjöld af þeim og hækka aftur á
hinum til að koma í veg fyrir austur á gjaldeyri í slík ökutæki.
Það er staðreynd að ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...þá gefur hann út reglugerðina. Reglugerðin gerir ráð fyrir að
gefa Kristjáni Loftssyni hvalveiðikvótann í fimm ár. Og þá tekur
alvaran við. ALLIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja hefja
hvalveiðar. Í þeim þingflokki er ENGINN sem tekur málstað
ferðaþjónustunnar. Er það ekki athyglisvert að ekki EINN EINASTI
þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa minnsta áhuga á því að
sinna hagsmunum ferðaþjónustunnar. Sú var tíð að
Sjálfstæðisflokkurinn sinnti sérstaklega samtökum gistihúseigenda.
Nú er ...
Bjarni Sigurðsson
Lesa meira
Það sitja 400 millarðar í krónubréfum og eru í eigu nokkurra
útlendra auðmanna. Við 15% innlánsvexti eru mánaðarlegar
vaxtagreiðslur 5 milljarðar. Þessir 5 milljarðar fara út úr landinu
á hverjum mánuði.
Það er heimilt. Ef við réðum ferðinni sjálf myndum við lækka vexti
niður í 2%. Jafnvel 0% einsog löndin í kringum okkur gera til að
vernda atvinnulíf og húsnæðiseigendur. Ef við lækkuðum vexti niður
í 5% þá yrði vaxtakostnaður ekki 5 milljarðar á mánuði heldur 1,7
milljarðar. Mismunurinn á ári er næstum ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
...Vonarstjarna skín á himni. Það er komin ný stjórn . Það er
kominn nýr heilbrigðisráðherra. Hann hefur lengi gagnrýnt þá sem
stýrt hafa heilbrigðismálunum. Nú er komin ögurstund. Mun hann sýna
það áræði og þann dug sem þarf? Ábúðarfullur, hávaxinn og
myndarlegur maður, með grásprengt hár og skegg, gengur ákveðnum
skrefum inn á spítalann. Hann gengur inn í forherbergið og þvær
hendur sínar vandlega. Hann skrýðist græna sloppinum, setur upp
munngrímuna og gengur inn á skurðstofuna. Hann horfir um stund á
sjúklinginn og hikar eilítið. Skyndilega réttir hann fram hendurnar
með ákveðnu látbragði. Hnífur er lagður í lófa hans. Aðgerð er
hafin. ...
Jóhann G. Frímann
Lesa meira
Sumir rugla saman láni og gjöf. Aðrir rugla saman tekjum og
gróða. Guðlaugur Þór ruglaði saman skatti og sparnaði. Það er ekki
sparnaður að skattleggja fólk. Það er bara skattlagning.
Innritunargjöld eru skattar sem lagðir eru á fólk í vanda.
Hreinn K
Lesa meira
Frábært að heyra með St. Jósefsspítala og innritunargjöldin, en
endilega skoðaðu líka með fæðingarþjónustu á suðurlandi það er
ómannúðlegt að biðja verðandi foreldra að ferðast úr sínum heimabæ
þegar að fæðingu kemur einnig, sérstaklega þar sem ...
Hörður Ágústsson, nýbakaður faðir
Lesa meira
Áfram Ögmundur.Við þurfum réttlæti svo við getum snúið Íslandi á
rétta braut,það er lykilatriði fyrir okkur og okkar Land.
Guðrún Hlín
Lesa meira
Það má öllum vera ljóst að aðalseðlabankastjóri bankans hefur
neitað að víkja sæti og hæstvirtur Forsætisráðherra telur sig
ekkert geta gert fyrr en ný lög verði samþykkt. Ekki veit ég hver
lögfræðilegur ráðgjafi hennar er en hann er óhæfur því að ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum