ÞARF AÐ BYRJA UPP Á NÝTT
Ég óska þér Ögmundur og nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi.
Nú er búið að skipta út fólki á ýmsum stöðum í þjóðfélaginu og er
ekkert nema gott um það að segja. Við þurfum að byrja upp á nýtt
ekkert er eins og það var fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það sem við
hélldum að væri öruggt er er fallvalt eða horfið í dag hvort sem
það er atvinna fólks, peningar, eða fyrirtæki. Forgangsvekefni
þessarar ríkisstjórnar ætti að mínum dómi að vera að efla
atvinnulífið í landinu.Við Íslendingar erum ekki vanir miklu
atvinnuleysi en nú er útlitið dökkt.Við þurfum því á ríkisstjórn að
halda sem boðar bjartsýni og hvetur fólkið í landinu til
dáða.
Jóhannes T. Sigursveinsson