EKKI EFNAHAGS-PRÓGRAMM HELDUR...

Það sitja 400 millarðar í krónubréfum og eru í eigu nokkurra útlendra auðmanna. Við 15% innlánsvexti eru mánaðarlegar vaxtagreiðslur 5 milljarðar. Þessir 5 milljarðar fara út úr landinu á hverjum mánuði.
Það er heimilt.
Ef við réðum ferðinni sjálf myndum við lækka vexti niður í 2%. Jafnvel 0% einsog löndin í kringum okkur gera til að vernda atvinnulíf og húsnæðiseigendur.
Ef við lækkuðum vexti niður í 5% þá yrði vaxtakostnaður ekki 5 milljarðar á mánuði heldur 1,7 milljarðar. Mismunurinn á ári er næstum tífaldur fyrirhugaður sparnaður í heilbrigðiskerfinu á þessu ári.
Í vexti til auðmanna! Þá erum við bara að tala um krónubréfin.
Vitleysan heldur áfram með sama hraða og áður. Við erum ekki að horfast í augu við "efnahagsprógramm". Við erum að vinna eftir stefnu kapítalsins.
VG á ekki að taka þátt í þessu.
Hreinn Kárason

Fréttabréf