ÁSKORUN TIL FJÁRMÁLA-RÁÐHERRA
Hæstvirtur fjármálaráðherra þarf nauðsynlega að setja í gang
endurskoðun á innflutningsgjöldum af ökutækjum sem forveri hans
opnaði upp á gátt með því að lækka gjöld úr 45% í 15% af stórum
dýrum amerískum trukkum sem flæddu inn í landið. Skipta þarf upp í
hagkvæm eyðslugrönn ökutæki og lækka gjöld af þeim og hækka aftur á
hinum til að koma í veg fyrir austur á gjaldeyri í slík ökutæki.
Það er staðreynd að flestir luxusbílar hér á landi eru í eigu
einkafyrirtækja smárra og stórra og koma beinum rekstri ekkert við
heldur ætlaðir útvöldum innan eigendahópsins. Rétt er að fara
Dönsku leiðina þar sem allir fyrirtækjabílar eru á VSK númerum
leyfðir fyrir 1 farþega en mega vera hvaða teguns sem er en
einkanotkun er bönnuð.Þeir eru með 200% tolla af fólksbílum og á
meðan Skoda var hér á rétt um 2 milljónir fyrir hrunið kostaði
nákvæmlega eins bíll rúmar 4 milljónir í Danmörku og stendur alls
ekki til þar á bæ að gefa eftir. Íslendingar eiga nærri heimsmet í
bílaeign pr.heimili eða 2.7 ökutæki og því er gatnakerfi
Höfuðborgarsvæðisins sprungið fyrir löngu síðan. Þá þarf að
endurrita reglugerð um merkingar á Ríkisbifreiðum og þær allar
merktar á framhurðum með áberandi hætti utan ráðherrabifreiðar og
bifreiðar Forseta Íslands. Forveri Steingríms J rýmkaði þessar
reglur ótæpilega vegna kvartanna flokksgæðinga sem notuðu bifreiðar
viðkomandi stofnanna sem sínar eigin og því óþægilegt í
laxveiðitúrum sem dæmi.
Þór Gunnlaugsson