AÐ HRUNI KOMINN 2009
...Við viljum bera okkur saman við Norðurlöndin og standa
jafnfætis þeim en á sama tíma og margir Íslendingar eru
atvinnulausir, búa við skert laun og vinnuframlag eða eru flúnir
land svo þeir geti greitt skuldir sínar. Þá eru margir að reyna að
byggja sig upp, klára óklárað nám eða bæta við sig þekkingu á meðan
allt er í lægð. Forseti Finnlands var spurður að því um daginn hvað
væri leyndarmálið að baki finnskri velmegun, svarið var einfallt:
Menntun, menntun og meiri menntun. Því finnst mér RANGT og ég
styð það ekki að draga saman seglin í menntun og koma á ...
Helgi Halldórsson
Lesa meira
...Gæluverkefni svo sem styrkir til stjórnmálaflokka máttu
hverfa 1-2 ár og ná þar í 400 milljónir hvert ár, listamannalaun
mátti alveg þurrka út og verja því fé til öryrkja og svo mætti
lengi telja. VG standa fyrir velferð fólksins og harður
niðurskurður í stað hagsmunapots við útdeilingu í Fjárlaganefnd
minnir um margt á skömmtunarnefndirnar um 1950 þegar réttur litur
varð að vera á mönnum til að fá að kaupa bíl sem dæmi. Ekki er
minnst á verkalýðsfélög sem munu bregðast hart við á næsta ári og
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég er sjálfur sannfærður um það að ef kreppan verður ekki sá
steinn sem hleypir af skriðu sjálfsskoðunar og umbóta í okkar
þjóðfélagi, þá muni fara illa fyrir okkur, hvernig sem okkur mun
reiða af efnahagslega eftir síðustu áföll. Aðskilnaður
framkvæmdavalds og löggjafarvalds, vönduð, fagleg og óháð
stjórnsýsla, gegnsæi og fagleg vinnubrögð við val á einstaklingum í
opinber störf og virkt lýðræði eru lykilatriði. Efling frjálsrar og
óháðrar fjölmiðlunar er líka lífsnauðsynleg. Það er sorglegt að
allt þetta tal um peninga og skuldir hefur drekkt umræðunni um
raunverulegar þjóðfélagsumbætur og ...
Þórhallur Pálsson
Lesa meira
...Þvi miður verð ég að segja að vonbrigði mín með störf ykkar
Vinstri Grænna og Samfylkingar eru gríðarleg. Ég studdi það að
skipt yrði út hér í vor en þið hafið ekki staðið ykkur sem skyldi.
Það er mín skoðun að þið hafið svikið þjóð ykkar, logið ykkur inn á
þing og til þess að átta ykkur á þvi hvað ég er að fara þurfið þið
ekki annað en að hlusta á upptökur frá kosningabaráttunni í vor, og
lesa birtar greinar í öllum blöðum. Þið hafið algjörlega brugðist
heimilunum í landinu og geri ég fastlega ráð fyrir þvi að sá dagur
muni koma að þið munið gjalda fyrir það dýru verði. Þið kallið
ykkur velferðar stjórn en hvaða velferðarstjórn gerir ...
Steinar Immanúel Sörensson
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Mig langar að fara nokkrum orðum um ummmæli í þinn garð síðustu
daga. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki aðhyllst VG,
reyndar ekki heldur aðra fjórflokkana á þingi, en nú hef ég
allavega sannfærst um að ennþá sé von fyrir alþjóð um að það sé til
málsvari almennings, mann sem stendur á sannfæringu sinni og
stendur og fellur með skoðunum sínum. Sá fréttaflutningur síðustu
daga er aðeins þér í hag og ég veit að þú munt standa uppi sem
sigurvegari að lokum. Því miður ert þú ennþá málsvari VG, ég mun
reyndar aldrei kjósa þá eða þann flokk, en ég mun alltaf styðja þig
hafi ég ...
Þorsteinn
Lesa meira
...Sem þú bendir ár, er það rétt að vafi leikur á því hvort
okkur beri skylda til að greiða þessi töp Breta og Hollendinga! Því
á þetta ekki að ákveðast á Alþingi undir hótunum - heldur fyrir
alþjóðlegum dómstóli...Þess heldur er það fáránlegt að hneppa
komandi kynslóðir í ánauð í fleiri áratugi. Það er margt líkt með
þessum samningum eins og með samningunum við Þjóðverja eftir fyrra
stríðið. Nauðung sem leiddi till óskapa...Vextirnir eru útí loftið
og stærsti bagginn. Engir vextir, þá kannski getum við samþykkt að
borga til að sýna góðan vilja! ...Að svínbeygja sig fyrir hótunum
Evrópumafíunnar er litlu betra en að ...
Karl Johannsson
Lesa meira
Tjón af Ömma ekkert hlýzt,
í sig fær hann veigum skvett.
Þótt hugsun skýr menn skreyti víst
þá skiptir mestu að kjósa rétt.
....
PP
Lesa meira
Líklega hefur þessi þjóð sjaldan staðið frammi fyrir líkum vanda
og nú eftir fyllirí markaðsgemsanna í boði Sjálfstæðisflokksins. Í
ljósi sögunnar sjáum við að þessari þjóð er fátt ofvaxið þegar hún
gengur samhent og heils hugar til verks....Er það ekki
lágmarkskrafa til fólks sem þetta samfélag hefur séð fyrir
skólagöngu gegn um jafnvel áratugi hunskist til að leyfa
fræðimennskunni að hafa forgang fram yfir blinda flokkshollustu?
Það er nefnilega í mínum huga forsenda fyrir farsælli lausn á þeim
risavöxnu verkefnum sem samfélagið stendur nú frammi fyrir að allir
leggist heils hugar á árar með hagsmuni næstu kynslóða að
leiðarljósi.
Árni Gunnarrsson
Lesa meira
Pistillinn þinn (Tíu staðreyndir um Icesave...) og bréf Ólínu
(Borgar þungaiðnaður brúsann?) hér á síðunni eru hárréttir.
Niðurstaða mín er samt þessi: Það verður að samþykkja Icesave á
þingi. Annnars fáum við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk í stjórn
sem samþykkir Icesave í lítt breyttu formi og stormar síðan inn í
ESB. Sú ríkisstjórn yrði verri en þessi. Vandinn er sá að núverandi
ríkisstjórn segist fara frá ef Alþingi fellir Icesave. Þessi
tenging er ósvífin og heimskuleg en staðreynd. Þess vegna ...
Jóhannes Jónsson
Lesa meira
Ég er einn þeirra sem "telja að Íslendingar eigi ekki annarra
kosta völ en skrifa undir afarkosti Icesave samninganna." Það eru
tvö mál sem þvælast endalust fyrir mikilvægari úrlausnarefnum bæði
á Alþingi og hjá embættismannaliðinu: Icesave og Evrópubandalagið.
Það er löngu ljóst hvernig þeim málum mun lykta: Við verðum að
standa við Icesave-samninginn (og viðurkenna að Davíð og
víkingarnir höfðu okkur að fíflum) og við munum kolfella
Evrópubandalagssamning ef málið kemst nokkurn tíma svo langt. Sem
sagt: eyðsla á dýrmætum tíma (og peningum). Þeirri tilgátu var
gaukað að mér að ...
Þorvaldur Örn
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum