AÐ HRUNI KOMINN 2008
Ég er afar sáttur að loksins komi fram tillögur VG um hvað beri
að gera á næstunni en ég ber enn ugg í brjósti yfir ummælum okkar
færustu íslensku fræðimanna sem kenna við háskóla í Englandi
og USA. Annar þeirra var fenginn til skrafs og ráðlegginga fyrir
forsætisráðherra en ekkert meir frekar en hinn sem látinn var hætta
störfum en það sem ég ætlast til að VG hugleiði í þessari viku er
þingmannafrumvarp um að annar þessara tveggja virtu sérfræðinga eða
aðrir álíka menntaður verði skipaður seðlabankastjóri og formaður
bankaráðs og þeir verði því 4 alls og þessi núningur sé því úr
sögunni. Þarna er aðeins um ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég var stödd í verslunarmiðstöð í Malmö þar sem ég áhvað að
fá mér lítinn skyndibita og gek inn á lítinn veitingastað og
pantaði mat við diskinn, þá segir afgreiðslumaðurinn sem
auðheyranlega var ekki sænskur en mjög hress og glaður "ertu
dönsk?" Nei svara ég ég er íslensk. Þá var eins og ég hafi tilkynnt
honum andlát því hann varð mjög alvarlegur og sorgmæddur á svipinn
og sagði mjög hátt og skýrt á sinni sænsku "Ísland gjaldþrota,
Ísland gjaldþrota". Allir sem þarna voru heyrðu þetta og ég óskaði
mér niður úr gólfinu og reyndi að skipta um umræðuefni en
afgreiðslumaðurinn var bersýnilega áhugasamur um þetta gjaldþrot
svo ég neyddist til að svara. Ekki gat ég varið þetta gjaldþrot með
neinu móti og síst af öllu þegar Íslendingar halda áfram með sama
fólkið í brúnni og þeim sem söktu skútunni. Niðurlæging mín var
algjör. Og til að bjarga öllu á að ganga í EU. Ein skyndilausnin
enn. Ég man ekki betur en...
Unnur
Lesa meira
Að senda skilaboð til síðunnar en ekki til Ögmundar er
undarlegt! Er einhver sem svarar fyrir Ögmund sjálfan? Til hvers að
vera með spurningar til Jóns Jónssonar? Þó að það sé eftirlitsmaður
með síðunni þá má hann svara spurningum en Ögmundur les yfir og
samþykkir póstinn og sendir sem persónulegan póst sem er frábært
fyrir viðtakanda. Legg til að þið breytið þessu.
Með kveðju.
Helgi
Lesa meira
Ég bið alla Íslendinga að kynna sér Lissabon sáttmálan, sem
verið er að reyna að koma í umferð á næsta ári. Ef sá sáttmáli
kæmist inn þá þyrfti ekki nema nokkur hryðjuverk í Evropu. Með þeim
afleiðingum að meiri hlutinn myndi kjósa yfir sig hryðjuverkalög og
valdið myndi færast til Evrópusambandsins fyrir öll aðildarríkin.
Þetta fólk er ekkert vitlaust, bara valdagráðugt. Hér er brot
úr grein sem ég rakst á netinu...
Sveinn Hrafnsson
Lesa meira
Þegar þú talar um að fólkið fái að kjósa um aðild að esb þá held
ég að þú sert að einfalda hlutina heldur mikið. Þú verður að athuga
það að cirka 70 -80% þjóðarinnar veit ekki hvað það myndi fara að
kjósa um og það er voða gott að láta þjóðina kjósa um þetta og ef
að það yrði samþykkt og síðan kæmi i ljós eftir einhvern tíma eftir
að við göngum í esb að allt se ómögulegt þá er bara hægt að segja
...
Jóhann Þ. Sigurðsson
Lesa meira
Yves Leterme forsætisráðherra Belgíu reiknar með að ákvörðun um
sölu Kaupþings í Luxemborg muni liggja fyrir á komandi dögum.
Leterme segir viðræður í gangi við kaupanda sem hafi verulegan
áhuga á kaupunum. Ofangreind frétt er í fjölmiðlum í dag og því
alveg ljóst að íslenskum rannsóknarnefndum mun ekki gefast kostur á
að finna þau skjöl um bankahrunið sem þar eru geymd og ekki furða
þótt keppendur um að kaupa séu margir og hugsanlega einhverjir sem
eiga hagsmuna að gæta að öllu sé pakkað saman í öruggt skjól
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Elskurnar mínar: Íslendingar: Komiði til okkar í EU. Hér er gott
og öruggt að vera!...
Inga Birna Jónsdóttir
Lesa meira
Það er stundum gott að hlæja í öllu krepputalinu. Ég var að skrá
á bloggið mitt nýja sögu sem sýnir hvað hysterían getur blindað
alla skynsemi hjá manni. Sagan er algerlega sönn. Hún er svona:
"Allar byssur eru nú á hálfvirði! Eldri maður og kunningi minn á
Suðurlandi, sem ég tala stundum við í síma, sagði mér í fyrradag að
hann hefði verið að heyra það í fréttum að byssusala hefði tekið
gríðarlegan kipp síðasta mánuðinn. Hann sagði að þetta gerðist
alltaf þegar harðnaði á dalnum eins og nú. Við vorum að velta þessu
fyrir okkur nokkuð. Ég var að spá í það hvort að menn væru að auka
veiðar til búdrýginda í kreppunni en kunningi minn taldi það af og
frá. Í flestum tilfellum væru menn að...
Jóhann Frímann
Lesa meira
Nú þarf að gera nýja þjóðarsátt. Sátt milli fjármagnseigenda og
skuldara. Sátt milli ríkis og atvinnulífs. Sátt milli
atvinnurekenda og almennings.
1. Það þarf að deila kostnaðinum við kreppuna í tvennt milli
fjármagnsins og þeirra sem þurfa að standa undir skuldunum.
2. Það þarf að efla innfrastrúktúrinn í landinu, heilsugæslu og
samgöngur, tvöfalda hringveginn og malbika hann allan á tveimur
árum.
3. Það þarf að semja um hámarkslaunamun innan fyrirtækja.
Þannig...
Hreinn K.
Lesa meira
...Það vakti sérstaka athygli mína, frétt á mbl.is, þar sem fram
kemur að Steingrímur J. tók upp á Evrópuróðsþinginu, beitingu Breta
á hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum í Bretlandi. Segir þetta
ekki nokkuð um röggsemi stjórnvalda yfirleitt, er ekki Guðfinna
Bjarnadóttir formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins? Ellert
Schram varaformaður?
Gísli Árnason
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum