AÐ HRUNI KOMINN 2008
...Það má með sanni segja að Ingibjörg geti ekki talað fyrir
hönd nema í mesta lagi 30% þjóðarinnar, en hvert einasta mannsbarn
sem kemur saman á Austurvelli á hverjum laugardegi eða stóð í
anddyri og utanhúss til að taka þátt í borgarafundinum í
Háskólabíó, og mun koma saman á Arnarhóli, hvernig sem veirar,
getur talað fyrir sína hönd og sinna eins og honum eða henni
sýnist! Hvort sem Ingibjörg, ég eða aðrir séum sammála. Ef
Ingibjörg heldur að hún geti gelt málefnalegt mál manna með því að
segja að þeir hafi ekkert umboð til að tjá sig þá fer hún alvarlega
villur vegar. Hún virðist misskilja og hundsa grundvöll
lýðræðisins, sem sé ...
Úlfur
Lesa meira
...En ef viðkomandi er ehf.hf eða ohf. þá er bara skipt um
kennitölu og málið er dautt (semsagt almenningur tekur við
skuldinn). Og að öðru,af hverju er "farið yfir strikið"við að
brjóta eina rúðu í fjármálaeftirlitinu,en þegar heilt hagkerfi
rúllar yfirum þá er það ekki "neinum að kenna"og ekki farið yfir
strikið. Og enn að öðru ég ...
Árni Aðalsteinsson
Lesa meira
Mig langar bara til að þakka þér fyrir allt sem þú ert að gera.
Þú stendur vaktina betur og traustar en nokkur annar. Ég hef fylgst
með þér á þingi og sá meðal annars ræðu þína um niðurskurðinn á
mánudag. Hún bar af. Það sem er að gerast er hræðilegt. Ég trúi
ekki öðru en að kosningar verði í vor því að þessi ríkisstjórn
verður að fara frá. Þau eru aum. Það eru alltof fáir sem gera sér
grein fyrir því hvað verið er að gera velferðarkerfinu. Þetta
eftirlaunafrumvarp sem þau núna neyðast til að leggja fram segir
allt sem segja þarf. Þau eru fljót að afgreiða niðurskurð á
...
Hildur og fjölskylda
Lesa meira
...Hvort sem að Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu við
Íhaldið eða Íhaldið slítur stjórnarsamstarfinu við Samfylkinginguna
er þá hættan ekki alltaf sú að Geir H Haarde hafi
stjórnarmyndunarumboðið? Alla vega á ...
Jón Þórarinssson
Lesa meira
...En hvað getum við sjálf gert til að launa greiðann fyrir
bylmingshöggið? Jú við getum og biðjum alla útflytjendur á ferskum
fiski á erlenda markaði að stöðva hann nú þegar timabundið og selja
til fullvinnslu á innlendum markaði og hámarka verðmæti hvers kg
enda er auðlindin viðkvæm þótt aukinn þorskur sé í augsýn. Hvað mun
gerast Bretlandi-Cuxhaven-Hull-Grimsby og fleiri löndunarstöðum?
Jú, ég minnist þáttar sem Ólafur Sigurðsson fyrrum fréttamaður á
RUV átti við borgarstjóra þessara borga og upplýstu þeir að rúmar 2
milljónir manna hefðu beint og óbeint atvinnu vegna fisks af
Íslandsmiðum og hvað gerist berist hann ekki? Bara í aðraganda
hryðjuverkalaganna í Bretlandi gekk öflugur þingmaður á fund
Melvins King ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég mundi vilja sjá þig leggja fram frumvarp um stórauknar sektir
við brot á lögum sem Útrásarvíkingarnir hafa sannanlega verið að
brjóta, t.d. brot á hlutafélagalögum, svo sem FL grop og
Sterling og svo Exista núna þar sem litlir hluthafar eru
rúnir.Sektir t.d. 200 til 600 miljarðar. Svo mættu koma ný lög um
valdníðslu valdhafa. Þar er af nægu að taka. Að lokum: húseignir
fólks eru líka lífeyrir.
Eyjólfur Jónsson
Lesa meira
...Nú er ljóst að lífeyrissjóðir töpuuðu verulegum fjármunum á
bankahruninu og kannski á ýmsu öðru. Er sjóðsstjórnum treystandi
fyrir öllu þessu fjármagni? Mín skoðun er að svo sé ekki. Greiðslur
í lífeyrissjóði eru í rauninni dulbúinn skattur til að dekka
sjálfsagðar launagreiðslur til öryrkja og eftirlaunamanna. Væri
ekki eðlilegra að ríkið rukkaði skattborgarana um aukaskatt sem
þessu næmi (sama skipting milli launþega og launagreiðenda og verið
hefur) svo við vitum nákvæmlega hver skattbyrðin er? Þá væri ein
yfirstjórn yfir þessum málaflokki í stað margra
lífeyrissjóðsstjórna og margra sjóðsstjóra sem mér skilst að hafi
jafnvel hátt í 30 miljónir í ...
Jóhannes T Sigursveinsson
Lesa meira
...Framundan eru fyrirsjáanleg gjaldþrot þúsunda heimila og
fyrirtækja og hörmungar sem við getum varla gert okkur í hugarlund
nú. Þrátt fyrir þetta virðist sem fréttastofa Rúv
(og fleiri miðlar) telji mikilvægasta atriðið í umfjöllun um
mótmæli almennings, hvort mótmælin séu "eðlileg", hvaða fólk þetta
sé, hvað ráðamönnum nú finnist um aðgerðir mótmælenda og svo
framvegis. Semsagt, allt gert til þess að gera mótmæli og ekki
síður mótmælendur tortryggileg. Þetta toppaði nú þegar Vigdís
Hjaltadóttir kommenteraði á flokksráðsfund VG í fréttum - að "hér
kannast maður nú við mörg andlit af Austurvelli"!!! Semsagt, ekkert
að ...
Kristófer
Lesa meira
..Lánstíminn vekur upp þær spurningar hvort taka eigi
húsnæðislán við fæðingu eða færa eftirlaunaaldurinn upp í hundrað
ár. Seinni kosturinn krefst þess reyndar að auka lífslíkur
landsmanna en heilbrigðisráðherra ætti ekki að verða skotaskuld úr
því þótt hann hafi ekki enn hitt félaga Gaddaffi eins og gefið var
í skyn hér á síðunni með falsaðri mynd félaga Ögmundar. Á þann sem
trónir í næstefsta sætinu í traustinu er varla hægt að minnast á
ógrátandi...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég var að lesa viðtalið við þig á Smugunni og er ég þér sammála
um margt. Sérstaklega staðnæmdist ég við það sem þú segir um RÚV
ohf. þar er þörf á gagngerum breytingum. Einsog þú Ögmundur varð ég
hugsi þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru
skyndilega mætt í laugardagsþátt Hallgríms Thorsteinsson og sátu
þar fyrir svörum, eða svo vitnað sé í ...
Sunna Sara
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum