Fara í efni

VILJA KOMAST HJÁ RANNSÓKN

Sæll Ögmundur.
Yves Leterme forsætisráðherra Belgíu reiknar með að ákvörðun um sölu Kaupþings í Luxemborg muni liggja fyrir á föstudaginn kemur. Leterme segir viðræður í gangi við kaupanda sem hafi verulegan áhuga á kaupunum. Ofangreind frétt er í fjölmiðlum í dag og því alveg ljóst að íslenskum rannsóknarnefndum mun ekki gefast kostur á að finna þau skjöl um bankahrunið sem þar eru geymd og ekki furða þótt keppendur um að kaupa séu margir og hugsanlega einhverjir sem eiga hagsmuna að gæta að öllu sé pakkað saman í öruggt skjól nýrra eigenda. Min spurning til VG hvort þetta eigi virkilega að gerast beint fyrir framan nefið á forsætisráðherra og gefa öllum rannsóknaraðilum langt nefn og með öllu gagnslaus og peningum eytt í ekki neitt??
Þór Gunnlaugsson

Sammála þér Þór um að þetta má ekki verða.
Kv.
Ögmundur