Fara í efni

HVENÆR ER FARIÐ YFIR STRIKIÐ?

Sæll Ögmundur,
Mér leikur forvitni á að vita hvernig það getur gerst í "lýðræðisríki" að bankar fái lagaheimild til að selja persónuupplýsingar einstaklinga sem geta ekki, einhverra hlua vegna, staðið í skilum með sitt, þá virðist ekki gilda nein bankaleynd. Ffyrirtæki´"útí bæ" virðast geta sett viðkomandi á vanskilalista og bankinn sem kom þér í þessa stöðu hagnast á að selja upplýsingarnar um viðkomandi. En ef viðkomandi er ehf.hf eða ohf. þá er bara skipt um kennitölu og málið er dautt (semsagt almenningur tekur við skuldinn). Og að öðru,af hverju er "farið yfir strikið"við að brjóta eina rúðu í fjármálaeftirlitinu,en þegar heilt hagkerfi rúllar yfirum þá er það ekki "neinum að kenna"og ekki farið yfir strikið. Og enn að öðru ég óska þér og þínum bara gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Árni Aðalsteinsson 

Heill og sæll. þakka þér bréfið. Er þér mjög sammála.
Kv.,
Ögmundur