Fara í efni

HVERS VEGNA BEITTU BRETAR HRUYÐJUVERKA-LÖGGJÖFINNI?

Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar 1940. 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum Þetta er í kaflanum um landráð... Þannig að ég spyr núna; Hver sagði hvað sem varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöfinni á Íslendinga? Það skal enginn segja mér að það hafi ekki verið "fjandsamlegt tiltæki"
Jón Guðmundsson