Fara í efni

UM FJÁRSVELTA LÖGGÆSLU OG FLEIRA

Sæll og blessaður Ögmundur.
Já maður þarf stundum að éta hattinn sinn þegar maður er of trúgjarn blámönnum sem ég tilheyri ekki lengur en vil þakka ykkur hjá VG um að ná fram endurskoðun á Vatnalögum því að mér hefur algjörlega yfirsést að lesa smáaletrið og yfirráð yfir blessaða vatninu en þið sáuð í gegn um þá glufu og hafið þakkir fyrir.
Sem löggukall á eftirlaunum þá má ég til með að vekja athygli á þeirri staðreynd að löggæslan er á brauðfótum og svo gæti farið að borgarar landsins yrðu að bjarga sér á eigin spýtur í einhverjum tilfellum. Launakjörin eru líka með þeim hætti að þetta er ekki aðlaðandi og ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að fara út í hér. Hvaða heilvita fjárveitingarmanni datt það í hug í fjölmenningarsamfélagi að kostnaður embætta yrði ekki mikill eins og dæmin sanna og á bara eftir að aukast. Túlkaþjónusta er mjög dýr svo og réttargæslumenn og fleira sem embættin þurfa að leggja út fyrir og mikla aukavinnu í sumum tilfellum við rannsókn mála að kröfu ákæruvalds því að þróunin hefur verið sú í okkar réttarríki að réttur sakborninga er langt umfram rétt þolenda. Að hafa einn mann á bíl í umdæmi Selfoss er bara brandari og að hugsanlega þurfi að segja upp 6 mönnum v/kostnaðar. Ég held bara að tími sé kominn til að bjóða út kaup og rekstur lögreglubifreiða og leggja niður Bílamiðstöð RLS þar sem greiðslurnar eru svo háar fyrir notkunina og auðvelt að ýminda sér að aðeins megi aka tiltekna km. pr vakt?? Það hlýtur að vera hægt að ná hagstæðari samningum með alútboði.
Í apríl á þessu ári las ég á forsíðu Daly Mail er breska lögreglan hafði þurft að punga út 278 milljónum punda í túlkaþjónustu vegna rannsóknar sakamála fyrir árið 2007 og gekk víst fram af innanríkisráðherranum sem þetta heyrir undir og spáð var að árið 2008 yrði enn dýrara.
Nýjustu dómar fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum er aðeins 30 dagar skilorðsbundið og hlýtur að vera fordæmisgefandi þar sem refsiramminn eru mun hærri en skilaboðin hafa verið send út, þetta er ekkert mál að nota Ísland til mannsals eða annara verka; dómar eru svo vægir??
Ég skil vel viðtal við sýslufulltrúann á Suðurnesjum að þar hafi menn áhuyggjur af því að menn gangi þar um lausbeislaðir sem enginn veit örugg deili á. Hvergi í Evrópu dytti mönnum svona vitleysa í hug nema hér. Vinnureglan ætti að vera sú að komi menn án skilríkja inn í landið þá verði þeim visað aftur á brottfararstað enda innan Schengen og hælisumsókn fari sína leið um sendiráð okkar í þeim löndum. Bara það eitt að biðja um hæli hér mætti aðeins veita ef skilríki væru fyrir hendi við komu til landsins. Þau lenda oftast í salernum flugvéla eða nærfatnaði og dunka svo upp við húsleit eins og nýlegt dæmi sannar.
Með kveðju,
Þór Gunnlaugsson