Fara í efni

UM VIÐBRÖGÐ ÞORLEIFS, SIGURÐAR OG JÓHANNS

Ég má til með mað láta ánægju mína í ljós með þrjár greinar sem birtust í 24 stundum s.l. laugardag sem allar fjalla um Sorphirðuna í Reykjavík. Þar bregðast á frábæran hátt, þrír einstaklingar við orðum og athöfnum Jórunnar Frímannsdóttur borgarfulltrúa og einkavæðingar- og útboðstilburðum hennar á sorphirðunni. Þessir þrír heiðursmenn sem þarna bregðast hárrétt við eru þeir: Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi, Sigurður Bessason formaður Eflingar og síðast en ekki síst Jóhann Bjarnason starfsmaður sorphirðu Reykjavíkurborgar, sem talar tæpitungulaust og miðlar af reynslu sinni og þekkinngu á starfseminni. Hafi þessar greinar farið framhjá ykkur lesendur góðir þá skora ég á ykkur að bæta þar úr.
Sjöfn Ingólfsdóttir

Heil og sæl og þakka þér bréfið. Ég er þér hjartanlega sammála.
Kv.
Ögmundur