ENGA MÁLAMIÐLUN UM RÁÐHERRÓSÓMA!

Ég vil þakka þér fyrir Ögmundur að ljá ekki máls NEINNI málamiðlun um eftilaunaósamann. Auðvitað eiga þingmenn og ráðherrar og "æðstu" embættismenn að vera í NÁKVÆMLEGA sama lífeyriskerfi og aðrir þeir sem fá laun sín frá ríkinu. Mér brá í brún þegar ég sá á síðunni hjá þér að ráðherrar eru með 6% ávinnslu á móti 3% hjá þingmönnum sem er svo aftur eru rúmlega prósentustigi hærri en aðrir ríkisstarfsmennm! Það verður gaman að fylgjast með nafnakallinu á þinginu þegar breytingartillga þín um að setja alla í LSR verður borin undir atkvæði.
Með kveðju,
Grímur

Fréttabréf