EKKI SKAMMA LITLA GÆJANN SEM BARA LANGAR Í TYGGJÓ

Sannast sagna hefði ég ekki trúað því upp á þig Ögmundur að ráðast á Framsóknarflokkinn á eins óvæginn hátt  og þú gerir í dag. Þú hefur greinilega leitað uppi á netinu myndir af þeim framsóknarmönnunum, félögunum Óskari og Gulaugi  að gera sér glaðan dag eftir kosningar, skála fyrir því sem þú kallar aðgangsmiða að kjötkötlum Reykjavíkurborgar. Þetta gerir þú greinilega til að spotta þá félaga. Ég er hins vegar sannfærð um að aldrei hefur það hvarflað að Framsókn að skara eld að eigin köku. (Nema kannski pínulítið stundum. Alla vega mjög sjaldan. Og alls ekki oft.)
En hvers vegna ekki skamma Íhaldið, Sjálfstæðisflokkinn, sem notar lítlimagnann, í þetta skipiið Framsókn, til að viðhalda völdum sínum í Reykjavík?  Beindu spjótum þínum að þeim sem raunverulega ræður, ekki litla gæjanum. Ekki skamma smælingjann sem sá stóri veit að hægt er að kaupa til fylgilags fyrir eina tyggjóplötu.  Meira þarf ekki til að sálin verði föl. Þess vegna er hann litli gæinn. Þú átt ekki að vera vondur við hann Ögmundur. Hann langar bara í tyggjó. Varla getur það verið glæpur?
Sunna Sara 

Fréttabréf