Fara í efni

SAMFYLKINGIN VINSÆLLI EN BJÖRK?

Feginn er ég að þú skyldir þakka Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, fyrir að skipuleggja tónleikana í Laugardal um helgina. Auðvitað máttum við vita að umhverfisráðherra Samfylkingarinnar myndi gera sitt í baráttunni fyrir vernd Þjórsár og annarra náttúruperlna. En að umhverfisráðherrann myndi standa fyrir þessari glæsilegu útihátíð og baráttusamkomu finnst mér stórkostlegt. Síðan er verið að þakka Björk þetta einni. Ég heyrði ekki betur en Þórunn tæki eitt lag á tónleikunum eða hvort hún var í bakröddunum. Hví þegja fjölmiðlarnir um þetta? Hvers á Samfylkingin að gjalda? Ég er sannfærð um að  ef ráðherrar Samfylkingarinnar fengju að njóta sannmælis þá væru þeir miklu vinsælli en Björk og langt út fyrir landsteinana. Kannski eru þeir það líka?
Sunna Sara