Fara í efni

EES OG HRÁA KJÖTIÐ

Ég var ánægður með greinar þínar um EES. Þú náðir að varpa sprengju inn í annars staðnaða umræðu. Oft þegar reglugerðarsinnar Evrópusambandsins kalla eftir umræðu um kosti og galla báknsins meina þeir einungis kostina.
Punkturinn um Íbúðalánasjóð er góður. Af hverju á að banna okkur Íslendingum að reka kerfi sem reynst hefur þvílíkur bjargvættur fyrir fjölskyldurnar í landinu? Auðvitað er það m.a. vegna þess að innan ESB er sterk nýfrjálshyggjualda. Íslensku bankarnir sem hafa skilið við sig allt sem eina rjúkandi rúst skildu þetta og kærðu því sjóðinn til báknsins.
En ég hef velt fyrir mér svipuðum hlutum þegar kemur að íslenskum landbúnaði. Fyrirhugaður innflutningur á hráu kjöti er vegna EES og ógnar hann stöðu íslensks landbúnaðs. Í þeirri niðursveiflu sem nú gengur yfir íslenskt fjármálalíf að þá er mikið rætt um mikilvægi þess að hlúa að mannaflsfrekum iðnaði til að hér verði ekki fjölda atvinnuleysi. Vart finnst mannaflsfrekari iðnaður en kjötframleiðsla en innleiðing tilskipanna frá ESB um innflutning á hráu kjöti er bein ógnun við þennan iðnað. Þannig að ekki er EES aðeins ógnun við félagslega uppbyggingu eins og Íbúðalánasjóð heldur atvinnu fólks í einni mannaflsfrekustu iðngrein landsins, kjötframleiðslu. Þetta er galli sem þarf líka að ræða.
Halli Hólm