Fara í efni

TVÍSKINNUNGUR Í EFTIRLAUNA-MÁLINU

Hvað þarf að gerast til að ríkisstjórninni verði gert að fara frá? Hvert spillingarmálið kemur upp á fætur öðru, sem tengist ríkisstjórninni og einstökum ráðherrum beint eða óbeint. Sjálfri finnst mér eftirlaunaósóminn einna verstur, ekki vegna þess að það sé stærsta málið, alls ekki, heldur vegna hins hve táknrænt það er. Samfylkingin lét meðal annars kjósa sig á þeirri forsendu að nú yrði tekið á spillingu af þessu tagi, því gætu kjósendur treyst. En hvað gerist? Það sýnir sig að ENGIN aslvara var að baki og átti í besta falli að gera minniháttar breytingar á lögunum en ekki afnema þau einsog gefið var í skyn. Þá hefðu ráðherrar líka þurft að skerða eigin kjör og það gátu þau ekki hugsað sér. Þetta mál er því táknræmt um eigingirni þeirra sem nú verma ráðherrastóla á Íslandi. Hvað skyldu kjósendur Samfylkingarinnar segja um þennan makalausa tvískinnung?
Sunna Sara