AÐ HRUNI KOMINN Júní 2008
...Undirritaður hefur fylgst nokkuð með gjaldeyrishreyfingum á
Íslandi það sem af er þessu ári (eða eftir að heimsfjármálin fóru
að hafa verulega neikvæð áhrif á fjármögnunarmöguleika íslenskra
banka og annarra) og finnst þær benda til þess að íslensku
bankarnir séu í svipaðri stöðu og lýst er í X-landi. Við bætist að
það er erfitt að verjast þeirri hugsun að þeir hafi nýtt þessa
aðstöðu varðandi verðmyndun á krónunni á heldur groddalegri hátt en
getur samræmst skynsamlegum hugmyndum um siðferðislega ábyrgð
gagnvart almenningi þessa lands með tilliti til þeirrar aðstöðu sem
ráðmenn hafa skapað þeim. Því það er kunnara en frá þurfi að segja
að ...
Árni
Lesa meira
...Hitt er svo umhugsunarefni nokkuð, að þeir sem segjast
þjóðhollir eru á móti virkjunum og verklegum framkvæmdum, sem áður
voru talin til framdráttar fátæku fólki og til að auka og efla dáð
þeirra, hvar sem þeir annars kunnu að búa. Nú mega öngvir hreyfa
þúfu, (ef hún er á tilteknum svæðum Eyjaförðurinn undanþeginn
samanber hugmyndir um gat yfir í Vaglaskóg) öðruvísi en flokksmenn
þínir verði snar vitlausir og nánast froðufelli af heilagri reiði
náttúruverndarsinna. Beljandi allir í kór ,,Er sælt að vera fátækur
elsku Dísa mín" rómantíkk skorts og vanlíðan. Fyrirgefðu en ég
vildi svona heilsa að vestfirskum sið og þakka þér skemmtileg skrif
og á stundum furðulega lík og lífskoðun mín liggur til. Svona erum
við íhöldin, að vestan...
Miðbæjaríhaldið
Lesa meira
...Aðgerðirnar munu hvorki bjarga fasteignamarkaðnum frá hruni
né duga til að rétta stöðu krónunnar. Með þeim duttu bankarnir hins
vegar í lukkupottinn. Þeir eru með þessu skornir úr snörunni sem
þeir voru komnir í vagna fasteignalána og yfirvofandi
fasteignamarkaðskrísu og veitt lausafé frá ríkinu á tíma þegar
slíkt er hvergi að fá á frjálsum markaði. Kaupþing bjó að miklu
leyti til fasteignabóluna sem ríkisvaldið, í krafti Íbúðalánasjóðs,
býðst nú til að taka á sig skellinn af. Jafnframt slapp bankinn
naumlega við ...
Skattgreiðandi
Lesa meira
...Af hverju ber ekki Samfylkingin einfaldlega rétt nafn og
heitir Alþýðuflokkurinn úr því hún er meira og minna komin úr felum
með gömlu áherslur kratanna í Evrópumálum, hernaðarmálum,
fjandskapinn við íslenskan landbúnað og dekur við þá auðmenn sem
eru upp á kant við Sjálfstæðisflokkinn? Þið Vinstri græn eruð þó
a.m.k. sæmilega heiðarleg í því að þykjast ekki vera eitthvað annað
en þið eruð. Um Framsókn og þá hjá Frjálslyndum er nú erfitt að
segja meðan þeir virðast ekki vita sjálfir hvað þeir vilja eða
hvert þeir eru að koma eða fara. En mér finnst mikilvægt að þessir
þrír alvöru flokkar í landinu...
Guðmundur S.
Lesa meira
Mig langar að spyrja hvort það sé rétt að borgarstjóri hafi lagt
blessun sína yfir framkomu framkvæmdastjóra Strætó bs.gagnvart
trúnaðarmönnum okkar. Hafi hann sagt að þetta væri allt saman í
góðu lagi og stjórnendur strætó á grænni grein með sín
starfsmannamál, mun þetta fyrirtæki einfaldlega hrynja að mínu
mati. Og þá er ef til vill tilganginum náð hjá þeim. Ég treysti mér
ekki til að vinna hjá fyrirtæki með árásargjarna starfsmannastefnu,
svo ég tali aðeins fyrir mig. Ég er búin að vinna hjá Strætó
...
Sigríður
Lesa meira
...Ég var að lesa grein þína með fyrirsögninni
"BROTTREKNIR RÆSITÆKNAR Í VALHÖLL?"
Þú drepur á uppsagnarmál ræstitækna og læknaritara ásamt
að starfsmenn og meðlimir í BSRB voga sér að fara á fund
heilbrigðisráðherra í húsakynnum stjórnmálaflokks hans! Það
sem ég fæ ekki skilið, er, hvernig stendur á því að
verkalýðshreyfingin leyfir heilbrigðisráðherra að haga sér eins og
hann gerir, án þess að fara í verkfall! Þar á ofan hvernig
það getur átt sér stað að meðlimum verkalýðshreyfingarinnar leyfist
að láta sér detta í hug, að láta andstæðinginn narra sig í
vígstöðvar hans!
Ég hreinlega skil þetta ekki; er verkalýðshreyfingin orðin
handónýt? Er verkalýðshreyfingin orðin aðeins...
Úlfur
Lesa meira
...Sjálfri finnst mér eftirlaunaósóminn einna verstur, ekki
vegna þess að það sé stærsta málið, alls ekki, heldur vegna hins
hve táknrænt það er. Samfylkingin lét meðal annars kjósa sig á
þeirri forsendu að nú yrði tekið á spillingu af þessu tagi, því
gætu kjósendur treyst. En hvað gerist? Það sýnir sig að ENGIN
aslvara var að baki og átti í besta falli að gera minniháttar
breytingar á lögunum en ekki afnema þau einsog gefið var í skyn. Þá
hefðu ráðherrar líka þurft að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Mér þykir þú undalega hljóður um Strætó bs Ögmundur. Þar hefur
logað allt stafna á milli vegna áminninga og uppsagna á
trúnaðarmönnum. Öðru hvoru kemur þú fram í fjölmiðlum með málsvörn
fyrir trúnaðarmenn en ég hefði búist við ...
Grímur
Lesa meira
Það er í tísku að tala um smjörklípur, þegar stjórnmálamenn
leitast við að beina athygli frá leiðindamálum. Nú hefur
Samfylkingin gengið í lið með auðmannagæslumönnunum í
Sjálfstæðiflokknum og allt lagt undir til að bjarga íslensku
auðmannastéttinni og bönkunum þeirra. Lykilatriðið er að viðhalda
verðtryggingunni. Hún er aðferð til að blóðmjólka almenning án þess
að það beri of mikið á því. Allar verðbreytingar í heiminum, allar
gengisbreytingar, allar verðhækkanir, allt hækkar skuldir
almennings gagnvart bönkunum. Þetta kerfi þekkist hvergi á byggðu
bóli annars staðar.Við afnámum...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Í dag boðaði Guðlaugur Þór þórðarson, heilbrigðisráðherra,
starfsfólk Landspítalans til fundar í Valhöll, félagsheimili
Sjálfstæðisflokksins. Landsmálafélagið Vörður stóð fyrir fundinum
sem auglýstur var á vefsíðu sjúkrahússins. Skyldu aðrir
stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þessa þjónustu Landspítalans, að
auglýsa fundi í húsakynnum þeirra? Landspítalinn hefur annars verið
liðlegur með að lána húsnæði fyrir pólitíska kynningarfundi, nokkuð
sem frambjóðendur allra flokka þekkja úr kosningabaráttu. Okkur
starfsfólki hefur þótt það vera ...
Ljósmóðir
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum