AÐ HRUNI KOMINN Maí 2008
...nema hvað það er rangt að halda því fram að gjaldmiðillinn
eigi í vanda. Krónan hefur lækkað, það er allt og sumt, aðeins
minna en dollarinn. Það eru bankarnir sem eiga í vanda, EKKI
krónan. Krónan er mælieining. Það er einsog að segja að
sentímeterinn eigi í vanda ef maður er ekki nógu hávaxinn. Að
skeiðklukkan eigi í vanda ef ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
...Mig langaði til að þakka þér fyrir frábæra ræðu á Alþingi í
gær. Það er gott að þú birtir hana hér á síðunni. Þú segir það sem
segja þarf. Það eru auðstéttir í landinu og svo eru hinar vinnandi
stéttir, og þú talar fyrir fólkið í landinu. Mér fannst Guðni
Ágústsson í góðu formi líka....Og hvernig er með kvennastéttirnar?
Ég tilheyri einmitt "umönnunarstétt" og finnst niðurlægjandi að fá
enn eina ríkisstjórn sem svíkur okkur. Ingibjörg Sólrun og
Samfylkingin var margsinnis búin að lofa því að leiðrétta okkar
kjör...
Guðrún
Lesa meira
...Loksins finnst mér vera komin einhver róttækni í femínistana
hér á landi. Það er sko eins gott að einhver berjist af alvöru gegn
því að konur gangi kaupum og sölum á Íslandi. Það hefur viðgengist
allt of lengi að þessir strippklúbbar séu í gangi og það er vitað
mál að ýmislegt misjafnt þrífst í þessum klúbbum. Sumum
finnst þetta hallærislegar aðgerðir og jafnvel heimskulegar en
þetta minnir mig á aðgerðir rauðsokkanna hér fyrir þrjátíu árum
síðan. Það var almennileg barátta og bar árangur þar sem
fóstureyðingar voru leyfðar og leikskólum komið upp. Þessi
baráttugleði sem ég sá í dag er ...
Snær frá Lundi
Lesa meira
...Vil bara koma á framfæri kæru þakklæti til þín fyrir
andstöðuna gegn frumvarpi að lífeyrissjóðir megi lána eignir sínar
í vogunarviðskipti. Á meðan launþegar eru þvingaðir til að vera í
ákveðnum lífeyrissjóðum en fá ekki að ráða sjálfir hvar lífeyrir
þeirra er geymdur kemur þetta ekki til greina. Einnig vitum við það
öll að ef illa færi væri enginn ábyrgur og við gætum tapað því
...
Margrét
Lesa meira
...Ekkert er nógu geggjað til að leyfilegt sé að vera á móti
því: Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, eyðing Þjórsárvera,
virkjanair á viðkvæmum stöðum, stil að selja orkuna svo á
spottprís, innflutningur á 30.000 útlendingum á 4 árum. Allt
sjálfsagðir hlutir í augum þeirra sem ætla sér að
græða....Heilbrigðiskerfið. Nú á að fela hagsmunaaðilum að deila út
gæðunum handa sjálfum sér. Fengnir eru læknar og auðmenn til að
setjast yfir bráðina. Kæmi ekki á óvart þótt þeir kæmust að þeirri
niðurstöðu að þessir hagsmunir væru best komnir í þeirra eigin
vörslu...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Mitt gamla blað Morgunblaðið stendur sig vel í að fjalla um
frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Ég hef
hins vegar tekið eftir því að Fréttablaðið sem er í eigu stærsta
auðhrings landsins hefur nánast ekkert fjallað um þetta frumvarp.
Það er athyglisvert í ljósi þess að í frumvarpinu felst ein
róttækasta breyting á íslenskum landbúnaði sem ráðist hefur verið
í. Hver ætli sé ástæða þess að þetta víðlesna blað greini ekki frá
efasemdum um frumvarpið? Er það vegna þess að eigandi þess mun
græða mest á því að frumvarpið verði samþykkt? Það er ...
Halldór Kári
Lesa meira
Þakka þér fyrir greinina hér á síðunni um "fréttir" RÚV um
eftirlaunalögin sem Ingibjörg Sólrún segir að eigi að afnema!
Þegar betur er að gáð kemur fram að ekkert slíkt stendur til þótt
fréttastofurnar hjálpi henni í þessum blekkingarleik annað hvort
með meðvirkni eða andvaraleysi sínu. Það er einvörðungu verið
að tala um að gera smávægilegar breytingar á lögunum sem mér sýnist
að myndu til dæmis hvorki skerða kjör þeirra Ingibjargar Sólrúnar
né Geirs Haarde. Nú fara fréttastofurnar á fullt að ...
Guðrún Guðmundsdóttir
Lesa meira
FL Group er stjórnað af þrítugum manni. Þetta félag hefur tapað
115 milljörðum á 9 mánuðum jafnhárri upphæð og nemur tæplega tíu
prósentum af sparifé landsmanna. Í þessu félagi hafa lífeyrissjóðir
fjárfest bæði beint og óbeint. Þessi þrítugi drengur er látinn bera
ábyrgð sem enginn getur axlað. Bakvið þennan skjöld sakleysis, fela
sig ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Sé að Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslyndra nægði
nokkurra mínútna svar frá Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra og enn
styttra framlag frá Ástu R. Jóhannesdóttur Samfylkingu, sem
varði heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins í bak og fyrir, til
að sannfærast um að einkavæðing í heilbrigðisþjónustunni væri ekki
á dagskrá. Fréttablaðið greinir í dag skilmerkilega frá þessari
merku uppgötvun Kristins eftir utandagsskrárumræður á Alþingi. Það
vill svo til að ég sá ...
Fyrrverandi kjósandi
Samfylkingar
Lesa meira
Stærsti hluti hagnaðar bankanna fólst í gengisfalli
krónunnar. Vantar ekki eitt gott gengisfall í júní til að
redda öðrum ársfjórðungi? Stærsti áhrifavaldur í gengismálum eru
bankarnir. Af hverju voru bankarnir ekki á samráðsfundinum um
þjóðarsátt?
Hreinn Kárason
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum