Fara í efni

BORÐAR ÓHRÆDDUR HRÁTT Í EVRÓPU

Varðandi fullyrðingu þína að ekki sé hægt að fá linsoðin egg í Evrópu þá er það algjör þvæla hjá þér og ég held þú vitir það. Þú hlýtur að setja þessa fullyrðingu fram af annarlegum tilgangi. Það má skilja á málflutningi ykkar VG og hluta Framsóknar að það sé hreinlega stór hættulegt að fá sér að snæða í Evrópu. Hvers konar andsk.... rugl er þetta og hverju þjónar svona vitleysa? Ég er t.d. mjög mikið fyrir lítinn soðinn/steiktan mat og hefur mér ekki orðið meint af að borða næstum því hrátt nautakjöt í Evrópu og ég er mikill aðáandi "Buff tartar" (hrátt nautahakk og hrá egg) sem ég fæ mér mjög oft í Evrópu og ég hef aldrei svo mikið sem fengið niðurgang. Ef þú vilt láta taka mark á þér þá ferðu ekki með svona vitleysu.
Skarphéðinn Gunnarsson

Þakka bréfið Skarphéðinn. Þú vísar greinilega til ummæla minna í Silfri Egils um síðustu helgi. Þeir sem þekkja til sjúkdóma í matvælum erlendis - og þá einnig hve blessunarlega laus við höfum verið við þá vegna þess hve vel við höfum haldið vöku okkar - gera ekki eins lítið úr þessum hættum og þú. Ég hef lagt mig eftir því að hlusta á málflutning sérfræðinga um þessi efni að undanförnu. Það eru menn sem vilja láta taka sig alvarlega og geri ég.
Með kv.
Ögmundur