Fara í efni

SAMFYLKING GREFUR UNDAN ÍSLENSKUM EFNAHAG

Ég verð að segja að ég á engin orð yfir framgöngu Samfylkingarinnar gagnvart íslenskum gjaldmiðli og þar með íslenskum efnahag.  Jafnvel ráðherrar Samfylkingarinnar hafa tekið þátt í árásinni á krónuna. Allir vita að við erum ekkert á leiðinni að kasta krónunni. Samt hamst þessi mannskapur á því að krónan sé ónýt, henni eigi að henda og við að hlaupa undir fjármálastjórn seðlabankans í Frankfurt sem stýrir evrunni.
Hvað skyldi kjósendum sem kusu Samfylkinguna finnast um mannskapinn sem það kaus? Var meiningin að kjósa þessa rispuðu grammofónplötu inn í Stjórnarráðið sem er aldrei í öðru fari en því sem segir að allt verði gott ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru?
Ég spyr: Eigum við Íslendingar ekki að losa okkur við þetta hugmyndasnauða barlómslið og gera það sem við alltaf höfum gert þegar gefið hefur á bátinn: Taka málin í eigin hendur og vinna okkur út úr vandanum með sameiginlegu átaki!  
Kv.
Grímur