NÝR MEIRIHLUTI OG DAGAR LANGRA HNÍFA

Sannast sagna þykir mér veruleikinn orðinn ótrúlegri en skáldskapur gæti nokkru sinni orðið. Stjórnmálamenn verða nú margir hverjir að hreinsa mannorð sitt. Er það virkilega rétt að stjórnmálamenn hafi látið flokksystkini sín kaupa á sig föt? Hverjir? Allir verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. Komið hefur fram að þetta hafi viðgengist í Framsókn og Samfylkingu? Hverjir fengu slíka styrki? Síðan er það hnífafólkið. Mér sýnist fleiri en Guðjón Ólafur með hnífasett í bakinu. Óheilindin grassera, hnífsstungur, ósannindi og óheilindi. Er þetta Reykjavík í dag? Bréfið verður ekki lengra en myndin sem ég sendi þér segir það sem segja þarf.
Þorgrímur
Borgarstjornin nyja

Fréttabréf