HEFUR VG FENGIÐ FATASTYRKI?

Sæll Ögmundur,
Ég er gáttuð á fréttum af fatastyrkjum og sporslum til stjórnmálamanna og þykir mér augljóst að þeir verði að gera grein fyrir sínum málum, ekki bara Björn Ingi Hrafnsson, sem allir einblína á, heldur aðrir stjórnmálamenn einnig. Á baksíðu DV kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði einnig fengið fatapeninga án þess þó að upplýst væri hve mikið þetta væri. Hafa stjórnmálamenn VG þegið slíka styrki, hefur þú fengið fatastyrk Ögmundur?
Kveðja,
Hafdís

Nei, slíkt hefur aldrei komið til tals hjá okkur og hefði ég aldrei sýnt slíkum tilboðum nokkurn áhuga enda nánast hlægilega fráleitt að styrkja stjórnmálamenn til fatakaupa. Ég held mér sé óhætt að segja að ég tali hér fyrir munn samherja minna í pólitíkinni.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf