Fara í efni

ENDURSKOÐUN LAGA UM FORSETA ÍSLANDS

Lög um forseta Íslands eru rýr; það er auðvitað fyrst og síðast stjórnarskráin sjálf. Ákvæðin þar um forsetann þarf að endurskoða af því að mörg þeirra eru úrelt of fjarstæða og hafa í raun alltaf verið.Svo er það kjörtímabilið. Rökin fyrir því að takmarka embættistíma forseta Íslands eru að einhverju leyti komin fram. Hugmyndin um sex plús sex ár  sem Steingrímur J. Sigfússon nefnir er þekkt. En hver eru rökin? Jú, rökin eru þau að þjóðin hefur í raun miklu minni möguleika til þess að kjósa nýjan forseta en til dæmis nýjan alþingismann. Ástæðan er auðvitað sú að fólk fer ekki gjarnan gegn sitjandi forseta þó fyrir því sé stemming og áhugi eins og var í síðustu forsetakosningum, Sá sem er forseti hefur þannig yfirburðastöðu í forsetakosningunum að aðrir komast hvergi nálægt honum/henni. Með því að sami maðurinn geti verið í framboði til forseta endalaust er verið að stífla lýðræðið. Hver segir að Ólafur Ragnar Grímsson láti af starfi forseta eftir fjögur ár; hann er þá 69 ára 2012? Kannski að hann sitji nokkur kjörtímabil í viðbót? Af hverju ekki til 2016? Í áramótaummælum og greinum var fjallað um forsetaembættið. Það er einmitt rétti tíminn til þess núna á kosningaári sem verður vonandi ekki enn ein skrípakosningin um embættið. Alþingi ætti að manna sig upp í að setja lög um embættið og meðferð þess; auk þess sem breyta þarf ákvæðum stjórnarskráinnar.
NH